Úrval - 01.01.1976, Blaðsíða 117
114
ÚRVAL
Graf Zeþpelin svífur
yfir skýjakljúfum
New York borgar.
UMHVERFISJÖRÐINA
Tími loftskipanna, sem náði há-
tindi sinum meðþessu fyrsta flugi
yfir þrjú meginlönd og tvö úthöf,
er ef til vill i nánd á nýjan leik.
— Henry Serrano Villard —
***** kyrrðinni fyrir aftureldingu
hinn 15. ágúst 1929, var
stóra, þýska loftskipið LZ
127 búið undir flugtak frá
Friedrichshaven við Boden-
vatn. Fram undan var loft-
* *
* T *
* 1 *
* *
*****
sigling, sem markaði tímamót í sögu
samgangna 1 heiminum. Ferðin, sem farin
var meira en 12 árum áður en flugferðir
með flugvélum hófust umhverfis heiminn
var meira en nóg til að gefa ímyndunar-
aflinu lausan tauminn. Ferðin lá þvert yfir
Austur-Evrópu og auðnir Síbcríu til Tókló
yfir endalaust Kyrrahafið til Los Angeles,
þvert yfir meginland Ameríku til New
York og loks aftur heim. Sambærilegt
UMHVERFIS JÖRÐINA MED ZEPPELIN GREIFA
115
alEieMI
Komudagur 19. ág.^
Komudagur 26. ág
tNorðui
’ÍiÍSÍpóÍiinn
Sovétríkin
Komudagur 29. ág,
^jBrottför 16. ág 1929
||r Komudagur
MEÐ ZEPPELIN GREIFA
ferðalag hefur aldrei verið farið, hvorki
fyrr né síðar, með loftskipi.
Graf Zeppelin — Zeppelin greifi —
eins og skipið var nefnt eftir þeim, sem
fann það upp, var sérstaklega búið til
langflugs af þessu tagi. Það hélst á lofti 1
fimm sóiarhringa og bauð upp á íburð og
þægindi, sem flugfarþegar nútímans
þekkja alls ekki. Áhöfnin taldi þrjátíu
og níu manns, og skipstjóri var hinn
þrekvaxni yfirfiugstjóri í ..Luftschiffbau
Zeppelin GmbH,” dr. Hugo Eckner,
sem þá var sextíu og eins árs að aldri. Á
skipinu voru þrír loftskipsflugstjórar, þrír
siglingafræðingar. sex stýrimenn, þar af
þrír. sem eingöngu sáu um hæðarstýr-
ingu, fjórir vélgæslumenn, fimmtán véla-
menn, einn rafvirki, tveir loftskeytamenn,
einn maður sem leit eftir gassellunum,
einn þjónn, einn messadrengur og mat-
sveinn.
Farþegarnir tuttugu voru af níu þjóð-
ernum: Sex bandaríkjamenn, fimm þjóð-
verjar, þrír japanir og einn frá hverju
eftirtalinna landa: Englandi, Sovétríkj-
unum, Spáni, Ástralíu og Sviss. Áðeins
tveir þessara farþega höfðu borgað þau
fjörutíuþúsund mörk, sem farmiðinn
kostaði, hinir voru kostaðir af stjórnum
sínum eða hafði vcrið boðið með sem
gcstum. Flestir farþeganna voru blaða-
menn. því pressan, — og þá sérstaklega