Úrval - 01.01.1976, Blaðsíða 70
68
ORVAL
nokkra dropa af blóði þínu til þess að
framkvæma á því 12 prófanir á nokkrum
mínútum. En eftirfarandi getur komið í
Ijós 1 prófunum þessum:
Of mikið kalsíum. Þetta málmefni
er nauðsynlegt fyrir blóðstorknun, viðhald
beina, eðlilegt ástand vöðva og starf
tauga. En hækkað kalsíum magn er lækn-
inum aðvörun um, að kalkkirtill sé of
virkur eða kann að benda til, að krabba-
mein hafi breiðst út til beinanna. Eitt
hið fyrsta, sem bent getur til brjóstkrabba-
dreifingar, er oft mikið magn af kalsíum
í blóðinu. Lítið kalsíummagn vegna
kalkkirtla, sem eru lítt virkir, getur verið
orsök dofa, sviða í fingrum og tám og
krampa, sem getur líkst flogaveikiköstum.
Blððsykurmagn. Mikið magn blóðsyk-
urs og ýmissa annarra efna, svo sem þvag-
sýru, dýrafitu og bilirubins (rauðleits efn-
is, sem myndast, er rauð blóðkorn gliðna
1 sundur í smáhluta) er vottur um, að
líkamskvillar, sem geta orðið alvarlegir,
svo sem sykursýki og nýrna- og lifrasjúk-
dómar, kunni að vera fyrir hendi, og
einnig um aukna hættu á hjartaáfalli.
Magn þvagköfnunarefnis í blðði (blood
urea nitrogen).
Þvagköfnunarefni í blóði er síðasta
efnið, sem myndast, þegar líkaminn leysir
upp eggjahvítuefni. Það er eitt aðalefnið
í þvagi, og sé óeðlilega mikið magn af því
í blóðinu, er slíkt lækninum vísbending
um, að öruggara sé að leita vel að ýmsum
nýrnakvillum.
Fosfatkljúfur. Súr fosfatkljúfur, sem er
hvati (enzym), er helsta merki um krabba-
mein í blöðruhálskirtli, og sé mikið
magn af honum fyrir hendi, getur sllkt
gefið til kynna, að krabbameinið hafi
dreifst út um líkamann. Magn lútar-
kennds fosfatkljúfahvata er mismunandi
eftir aldri viðkomandi persónu, en aukið
magn hans kann að benda til lifrarskorpn-
unar eða annarra lifrarkvilla og einnig
beinakvilla.
SGOT. „Serum glutamic oxaloacetic
transminase” (SGOT) er hvati, sem er
fyrir hendi í miklu magni inni í lifur,
hjarta og vöðvum. Þegar þessi líffæri
skemmast, kemst efni þetta út 1 blóðrás-
arkerfið. SGOT-prófun getur staðfest að
„myocardial infraction’’ (hjartaáfall) hafi
verið rétt sjúkdómsgreining, jafnvel þótt
önnur merki séu ekki nægilega skýr til
þess að gefa tilefni til slíks.
Geti blóðið veitt allar þessar upplýs-
ingar, hvers vegna er þá þörf fyrir þvag-
greiningu? Svarið er efdrfarandi: Blóðið
fer um nýrun til hreinsunar, en nýrun
eru óviðjafnanlegar síur. Þvagið, úrgangs-
efnið, sem nýrun gefa frá sér, inniheld-
ur því örlítið magn af mörgum vökum
(hormónum) og öðrum efnum, sem eru á
stöðugri hreyfingu um líkamann með
hjálp blóðvökvans. Sé óeðlilega mikið
magn slíkra efna fyrir hendi í þvaginu,
eða sé þar um önnur efni að ræða, er
siíkt lækninum vísbending um, að líkam-
inn starfi ef til vill ekki eðlilega.
Sykur í þvaginu getur til dæmis gefið
til kynna sykursýki, en sá kvilli lýsir sér
i því, að ekki berst nægilegt insulin
(eyjavaki) út í blóðið, en svo nefnist vaki
(hotmóni) sá, sem vinnur efni úr sykri.
Heilbrigð nýru senda yfirleitt albumin,
sem er eggjahvítuefni í blóðvökvanum,
frá sér i óbreyttu formi með hreinsaða
blóðinu, sem frá þeim streymir. Berist
talsvert magn af albumini sem úrgangs-
efni út úr likamanum, getur slíkt bent til
alvarlegs nýrnasjúkdóms. Gallið er efni,
sem lifrin gefur frá sér og berst þaðan til
smáþarmanna til þess að hjálpa þeim við