Úrval - 01.01.1976, Blaðsíða 97
95
^ÚT Ijeimi læknavísiqdanria
NÝTT LYF FYRIR HOLSKURÐl.
Nákvæm rannsókn hefur leitt I ljós,
að sé sérstakt lyf, sem kemur I veg fyrir
blóðstorknun, gefið fyrir og eftir holskurði
getur það bjargað fjöl'da mannslífa. I
mörgum siíkum sjúklingum byrja blóð-
tappar að myndast fyrir uppskurði, sér-
staklega I þeim fótæðum, sem liggja
djúpt. Blóðtapparnir losna síðan upp og
flækjast eftir æðunum um hjartað og til
lungnanna, þar sem þeir setjast að I
þröngum æðum. Ef tapparnir loka þar
blóðrennslinu til stórra hluta lungnanna,
geta þeir reynst öriagaríkir.
Sol Serry, læknir, forstöðumaður lækna-
deildar Temple háskóia skýrir frá árangri
rannsóknarinnar I ritstjórnargrein í New
England Journal of Medicine. Hann segir,
að meira en fjögur þúsund þvílíkum sjúkl-
ingum I 28 sjúkrahúsum I 12 löndum
hafi verið gefinn lítill skammtur af lyf-
inu Heparin-. Aðeins tveir þessara sjúkl-
inga létust af lungnablóðtappa, en 16 af
sambæriiegum hópi sjúklinga sem ekki
fengu lyfið. Hann hvetur til þess, að
öllum sjúklingum, sem eru 1 hættu af
blóðtappa (á aldrinum fjörutíu ára og
eldri), sé gefið þetta iyf.
Wall Street Journal
HAMSTRAR VIÐSJÁRVERÐIR.
Víða um lönd eru hamstrar vinsæl
gæludýr. En komið hefur 1 ljós, að þeir
geta verið viðsjárverðir að þvl leyti, að
þeir geta borið með sér alvarlegan sjúk-
dómi, sem sest að I sogæðakerfinu og
lýsir sér llkt og inflúensa, með hita,
höfuðverkjum, bein- og vöðvaverkjum og
stundum ógleði og uppköstum. Þetta
hefur komið fram við bandarískar rann-
sóknir.
Rannsóknaraðilarnir segja, að þessi
sjúkdómur, sem ber læknisfræðiheitið
Lymphocytic Choriomeningitis (LCM),
hafi stungið sér niður 57 sinnum I New
York fylki á fjórum mánuðum I hitteð-
fyrra. Sjúklingarnir höfðu allir eitt sam-
eiginlegt: Allir höfðu meðhöndlað
hamstra frá einum og sama gæludýra-
salanum I Florida. Við rannsóknina kom
I Ijós, að hamstrarnir frá þessum sala,
voru margir hverjir smitberar með LMC.
A.M.A. Journal hvetur lækna til að vera
vel á verði gagnvart einkennum sjúk-
dómsins, sérstaklega ef sjúklingarnir eiga
hamstur eða hafa umgang við þess háttar
dýr.
Time
LÆKNAHEIMSÓKNIR.
Einu sinni var það einkamái raanna,
hve oft þeir vitjuðu læknis. En nú, á
tímum kerfisins, hefur það verið rannsak-
að líka og nú getum við slegið ýmsu
föstu þar að lútandi:
★ Hverfer: Af hverjum fimm, sem fara
til læknis, eru þrjár konur, tveir karlmenn.
•kHve oft: Hver bandarlkjamaður fór
að meðaltali 3,1 sinni til læknis á rann-
sóknarárinu 1973-74. Þeir, sem farnir eru
að eldast, eru tlðastir gestir á læknastof-
um.
★ Hvert er farið: Læknar, sem starfa
einir, fengu um 60% allra þessara heim-
sókna. 40% sjúklinga fóru til lækna, sem
starfa með félaga eða 1 hópum.
★ Hvers vegna: Stærsti hlutinn, sem
hafði sama tilgang með heimsókn til