Úrval - 01.01.1976, Blaðsíða 75
73
LÁTTU EKKI SJÁ ÞIG MEÐ FORELDRUM ÞÍNUM
Við fundum út, að Mikki hafði farið
til Rabba áður en nokkur var kominn
á fætur. Og móðir Rabba hafði ekki
hugmynd um, hvert þeir gætu hafa farið.
Þeir hofðu horfið með brauðhleif og
krukku af hnetusmjöri.
Við snérum okkur að Nonna. Hann lá
.1 sófanum og hélt um höfuðið. Hann
hélt, að hann þyrfti ekki' á magnyli að
halda, en sér myndi batna ef hann fengi
að hafa kyrrð í kringum sig dálitla stund.
Þetta oili okkur sárum vonbrigðum,
veðrið var svo fallegt að ég hringdi í
foreidra mína til að vita hv.ort þau vildu
koma með.
Það var löng þögn áður en mamma
svaraði dálítið undrandi: ,,Áttu við að þú
viljirað við, mamma þín og pabþi, förum
með ykkur? Út að keyra?”
„Vissulega” svaraði ég. ,,Krakkarnir
neita að fara svo við verðum bara fjögur,
og ég er viss um að við skemmtum okkur
vel.”
Ég heyrði dálítið pískrað. Svo ,kom
pabbi 1 símann. „Fyrirgefðu, en er þetta
sama dóttirin og sú, sem sagði kennaran-
um sínum að foreldrar hennar töluðu ekki
ensku, svo þau gætu ekki farið á for-
eldrafund?”
Svo kom mamma aftúr I símann: ,,Er
þetta sama stúlkan, sem ók sjáif til
brúðkaupsins síns og skildi pabba sinn
eftir, svo hann varð að hringja á leigubíl?”
„Mamma,” sagði ég óþolinmóð, ,,þú
veist, að ég var bara taugaóstyrk. Getið
þið komið með eða ekki?”
Ég heyrði meira hvísl. Svo kom svarið:
,,Mér þykir fyrir því, elskan, en pabbi
þinn á golfdag og ég er að fara í hár-
grciðsiu. ’ ’
Ég lagði símann á óg hugsaði hvers
vegna þau væru eiginlega að flissa.