Úrval - 01.01.1976, Blaðsíða 78

Úrval - 01.01.1976, Blaðsíða 78
76 ORVAL ig gráðugu piranhafiskar, sem ráðast bæði menn og dýr og tæta í sig hold þeirra. Amazonfrumskógurinn er sérhverj- um manni mikil þolraun. Þar reynir á styrk manna og viljakraft. Þar eru næstum stöðugar hellirigningar. Þar eru næstum stöðugar hellirigningar. Þar getur rignt 1-2 fet á einum eða tveim dögum. Ekkert helst þurrt í þessum kvelj- andi hita og raka. Sólargeislarnir ná aldrei til jarðar 1 gegnum þak trjágreina og vafn- ingsviðar. Leður rotnar og fatnaður grotn- ar. Sveppir og ryð eyðileggja verkfæri og tæki, nema þau séu stöðugt smurð. Ég hafði aukaskó með mérí sérstökum poka. Innan tveggja daga voru þeir þaktir þef- illri, grænni mygluskán. Skordýr eru á sveimi nætur sem daga, allt frá örlitlum flugum, sem komast í gegnum þéttriðin flugnanet, til fljúgandi bjalla, sem eru á stærð við froska. pað þarf risa á sviði tækninnar ti! þess að vinna olíu á svæði þessu. Það er sama, hvar borið er niður á gervöllu svæðinu. Fyrst fer fram athugun og mælingar úr lofti og mælingar á segulsviði. Þannig fá olíujarð- fræðingar olíufélaganna gagnlegar upplýs- ingar.Þegar ríkið, sem olía hefur fundist í, hefur veitt olíufélagi leyfi til olíuvinnslu, taka jarðskjálftamælingasveitir á jörðu niðri við. Þar er að mestu leyti um að ræða verkamenn, sem fengnir hafa verið til starfsins í bæjum og þorpum á upptaka- svæði Amazonfljótsins, auk banda- rískra og evrópskra verkfræðinga og tækni- fræðinga. 800—1000 manna hópar, vopn- aðir stórum höggsveðjum, ryðja nú 6 feta breiða slóða í gegnum frumskóginn. A um 550 metra millibili bora þeir holur og fylla þær af sprengiefni. Titringsbylgjur frá sprengingunum eru svo skráðar á næm mælitæki á yfirborðinu, og þannig sést, hver hin jarðfræðilega uppbygging jarð- vegsins er, allt niður á 6 km. Síðan eru afiestrar tækjanna greindir nákvæmlega til þess að komast að þvl, hvar hagkvæmast muni vera að bora. Starf þessara jarðskjálftamælingahópa er seinunnið, hættulegt og erfitt. Vikum saman komast þeir ekki nema nokkur fet áfram á degi hverjum. Þeir verða að styðjast við stjörnufræðilegar staðar- ákvarðanir til þess að komast að því hvar bækistöðvar þeirra eru. Kostnaðurinn fer fram úr 4000 dollurum á míluna. Flogið er með birgðir til þeirra með þyrlum, en þær flytja jafnframt burt veika og slasaða starfsmenn. Einn af verkamönnunum hafði þetta að segja um starf sitt: ,,Við eru síðustu framverðir landnámsins.” Borunarsveitirnar fylgja í kjölfar jarð- skjáiftamælingamannanna. Það skortir ekki vandamálin á þessum slóðum. Cuini- cofljótið í Perú er tiltölulega grunnt, en til þess að gera það nægilega djúpt fyrir pramma, sem flytja áttu þung tæki, var dýpkunarprammi, sem var 1 þjónustu Phillips ollufélagsins 1 Oklahomafylki, dreginn 2.000 mílna leið frá Atlantshafs- ströndinni upp eftir Amazonfljótinu og síðan 300 mílna leið eftir Maranónfljótinu allt að ármótum þess og Cuinicofljótsins. Þaðan gróf dýpkunarskipið sér svo rennu í árfarveginn á hægri ferð sinni til staðarins, þar sem borunin átti að fara fram. I kjölfar dýpkunarprammans kom svo stóreflis dráttarbátur, sem ýtti undan sér tveim risastórum birgðaprömmum. Það hafði tekið dráttarbátinn 49 daga að komast þangað frá Texasfylki. Skipstjóri hans skýrði mér frá þvl, að hann hefði strandað 2—3 sinnum á dag á sandrifjum í Maranófljótinu. ,,Eina siglingakortið sem til er af fljótinu, veitir engar upplýsingar um dýpi,” sagði hann. „Samt voru merktar stöku eyjar í þvl. Og öðrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.