Úrval - 01.01.1976, Side 78
76
ORVAL
ig gráðugu piranhafiskar, sem ráðast bæði
menn og dýr og tæta í sig hold þeirra.
Amazonfrumskógurinn er sérhverj-
um manni mikil þolraun. Þar reynir
á styrk manna og viljakraft. Þar
eru næstum stöðugar hellirigningar.
Þar eru næstum stöðugar hellirigningar.
Þar getur rignt 1-2 fet á einum eða tveim
dögum. Ekkert helst þurrt í þessum kvelj-
andi hita og raka. Sólargeislarnir ná aldrei
til jarðar 1 gegnum þak trjágreina og vafn-
ingsviðar. Leður rotnar og fatnaður grotn-
ar. Sveppir og ryð eyðileggja verkfæri og
tæki, nema þau séu stöðugt smurð. Ég
hafði aukaskó með mérí sérstökum poka.
Innan tveggja daga voru þeir þaktir þef-
illri, grænni mygluskán. Skordýr eru á
sveimi nætur sem daga, allt frá örlitlum
flugum, sem komast í gegnum þéttriðin
flugnanet, til fljúgandi bjalla, sem eru á
stærð við froska.
pað þarf risa á sviði tækninnar ti! þess að
vinna olíu á svæði þessu. Það er sama, hvar
borið er niður á gervöllu svæðinu. Fyrst fer
fram athugun og mælingar úr lofti og
mælingar á segulsviði. Þannig fá olíujarð-
fræðingar olíufélaganna gagnlegar upplýs-
ingar.Þegar ríkið, sem olía hefur fundist í,
hefur veitt olíufélagi leyfi til olíuvinnslu,
taka jarðskjálftamælingasveitir á jörðu
niðri við. Þar er að mestu leyti um að ræða
verkamenn, sem fengnir hafa verið til
starfsins í bæjum og þorpum á upptaka-
svæði Amazonfljótsins, auk banda-
rískra og evrópskra verkfræðinga og tækni-
fræðinga. 800—1000 manna hópar, vopn-
aðir stórum höggsveðjum, ryðja nú 6 feta
breiða slóða í gegnum frumskóginn. A um
550 metra millibili bora þeir holur og fylla
þær af sprengiefni. Titringsbylgjur frá
sprengingunum eru svo skráðar á næm
mælitæki á yfirborðinu, og þannig sést,
hver hin jarðfræðilega uppbygging jarð-
vegsins er, allt niður á 6 km. Síðan eru
afiestrar tækjanna greindir nákvæmlega til
þess að komast að þvl, hvar hagkvæmast
muni vera að bora.
Starf þessara jarðskjálftamælingahópa
er seinunnið, hættulegt og erfitt. Vikum
saman komast þeir ekki nema nokkur fet
áfram á degi hverjum. Þeir verða að
styðjast við stjörnufræðilegar staðar-
ákvarðanir til þess að komast að því hvar
bækistöðvar þeirra eru. Kostnaðurinn fer
fram úr 4000 dollurum á míluna. Flogið er
með birgðir til þeirra með þyrlum, en þær
flytja jafnframt burt veika og slasaða
starfsmenn. Einn af verkamönnunum
hafði þetta að segja um starf sitt: ,,Við eru
síðustu framverðir landnámsins.”
Borunarsveitirnar fylgja í kjölfar jarð-
skjáiftamælingamannanna. Það skortir
ekki vandamálin á þessum slóðum. Cuini-
cofljótið í Perú er tiltölulega grunnt, en til
þess að gera það nægilega djúpt fyrir
pramma, sem flytja áttu þung tæki, var
dýpkunarprammi, sem var 1 þjónustu
Phillips ollufélagsins 1 Oklahomafylki,
dreginn 2.000 mílna leið frá Atlantshafs-
ströndinni upp eftir Amazonfljótinu og
síðan 300 mílna leið eftir Maranónfljótinu
allt að ármótum þess og Cuinicofljótsins.
Þaðan gróf dýpkunarskipið sér svo rennu í
árfarveginn á hægri ferð sinni til staðarins,
þar sem borunin átti að fara fram.
I kjölfar dýpkunarprammans kom svo
stóreflis dráttarbátur, sem ýtti undan sér
tveim risastórum birgðaprömmum. Það
hafði tekið dráttarbátinn 49 daga að
komast þangað frá Texasfylki. Skipstjóri
hans skýrði mér frá þvl, að hann hefði
strandað 2—3 sinnum á dag á sandrifjum í
Maranófljótinu. ,,Eina siglingakortið sem
til er af fljótinu, veitir engar upplýsingar
um dýpi,” sagði hann. „Samt voru
merktar stöku eyjar í þvl. Og öðrum