Úrval - 01.01.1976, Blaðsíða 48
46
ÚRVAL
og móti, hafa raett hugmyndir hans.
Science magazine sagði um Velikovsky
„fyrirbrigðið”, að „hugmyndir hans
virðast riú vera orðin næstum föst einkenni
á menningarlandslagi Bandaríkjanna.”
í febrúar 1974 var haldið þing sem stðð
x sjö klukkustundir. Velikovsky stóð þar
andspaenis mjög gagnrýnum hópi, sem var
staðráðinn í að sanna, að hann hefði rangt
fyrir sér. Velikvosky hélt uppi ákafri vörn
og flutti mál sitt af miklu öryggi. Þegar
umræðunum lauk, var klappað lengi og
mikið fyrir honum.
Stjarnfraeðingurinn Carl Sagan við Cor-
nell háskóla hóf þá 57 síðna bækling um
Velikovskyheiminn með því að segja: , ,Þar
sem hann er frumlegur, veður hann
líklega reyk.... það sem hann hefur rétt
fyrir sér, lepur hann upp hugmyndir ann-
arra.” En hann lét undir höfuð leggjast að
minnast á alla spádóma Velikovskys í
stjarnfræði, sem hafa reynst réttir.
Síðan þá hafa verið haldin fimnx
vlsindaþing um verk Velikovskys. En það
hefur heldur slegið á gagnrýnendur hans,
að Pioneer tíundi og ellefti, Marskönnun-
arförin, og Mariner tíundi, sem flaug bæði
fram hjá Venusi og Merkúri, sendi til
Jarðar upplýsingar, sem staðfesta spádóma
Velikovskys.
Velikovsky og stuðningsmenn hans,
sem nú orðið eru margir vísindamenn,
halda áfram að verja sjónarmið hans
fullum hálsi. „Það skiptir ekki verulegu
máli, hvert hlutverk Velikovskys er í þeirri
vísindabyltingu, sem nú gengur þvert á
alla hluti,” sagði Velikovsky á þinginu
1974, sem minnst var áðan. „En ég vona
að þetta þing sé síðbúin viðurkenning á
því, að með því að senda tóninn í stað þess
að sannprófa, með þvl að hæða í staðinn
fyrir að lesa og íhuga, ávinnst ekkert.
Enginn gagnrýnanda minna getur upp-
hafið segulsviðið. Enginn þeirra getur
stöðvað útvarpshljóðmerkin frá Júpíter.
Enginn getur kælt Venus. Og enginn
getur raskað einni einustu setningu í
bókum mínum.”
Þegar ég fylgdist með. júdó námskeiði sem fréttamaður, tók ég þátt 1
viðbragðsstöðu æfingum bg reyndi jafnvel við öskrin til að fá tilfinningu fyrir
íþróttinni. Kvöld nokkurt fékk ég tækifæri til að nota það sem ég hafði lært,
þegarmaðurógnaði mérí almenningsgarði. Þó ég væri frá mér af hræðslu, tók ég
mér sjálfsvarnarstöðu og öskraði ,,Maitta!” eins hátt og ég gat og sagði: „Varaðu
þig góði, ég er útlærð í júdð.”
Maðurinn hikaði. Ég öskraði ,,maitta” aftur og þegar ég gerði mig líklega til
að ráðast á hann. flúði hann.
ímyndið ykkur hvað mér brá þegar ég seinna komst að því að Maitta þýðir
„Ég gefst upp.”
P.A.F.
GULLGRENI.
I Barnaul í Vestur-Síberíu hefur mönnum tekist með jurtakynbótum að rækta
gremtré með gulllituðum barrnálum. Við erum þvi vön að sjá ekki aðeins græn
heldur og blá og silfurlituð grenitré í görðum. Kannski fáum við innan tíðar
gullgreni frá Barnaul.
APN