Úrval - 01.01.1976, Blaðsíða 101
,,LÁTTU ÞÁ HÁFÁ ÞÁD, HARRY!"
ætluðu þeir að stöðva járnbrautirnar.
, Jæja, drengir, sagði ég við þá. ,,Vel má
vera, að guð hafi skapað heiminn á sex
dögum. En það var áreiðanlega fyrir tíma
verkalýðsfélaganna. Ef þið haldið, að ég
ætli að sitja hér og láta ykkur lama iandið,
eruð þið vitlausari en sjálfur andskotinn.
Þið hafið 48 klukkutíma til að komast að
samkomulagi. Ef þið gerið það ekki,
yfirtek ég járnbrautirnar í nafni stjórn-
arinnar.”
Fólk spyr mig, hvernig mér líki þetta
starf. Nú, jæja, það er dável borgað.
Vissulega er mikið að snúast. Og auðvitað
er rétt sama, hvað maður gerir, það eru
alltaf einhverjar manntuskur á móti því.
Mér þykir trúlegt, að þetta sé eitt um-
deildasta starf heimsins.
Fólk er meira að segja að fá sér til
orðfæri mitt. Sagan segir, að gömul
partípúta hafi snúið sér að Bess og sagt við
hana: ,,Frú Trúman, getið þér ekki fengið
forsettann til þess að hætta að nota orðið
„mykja?” Og Bess á að hafa svarað: ,,Það
hefur nú tekið mig 40 ár að fa hann til
að nota svo dannað orð.”
Leiðtogar heimsins? Að mínu viti var
Winton Churchill mikill stjórnmálamaður
og séntilmaður þar á ofan. Stalin? Hann
var nú úr annarri átt. Hann var mjög
afkastamikill, forfallinn og frjósamur
lygari. Þegar ég fór til fundar við hann
í Potsdam, drakk hann vodka allan
timann, og ég gat ekki annað en dáðst
að þvi, hvað hann gat drukkið án þess að
verða fullur. Svo var það á fjórða degi,
að ég seildist eftir glasinu hans og saup á
— það var þá bara hvítvín!
Það er þrennt á jörðu hér, sem getur
eyðilagt karlmanninn: Völd, auðæfi og
konur. Ef maðurinn getur þegið valdið
eins og eitthvað, sem hann hefur aðeins
um tíma, er allt í lagi. En ef hann heldur,
99
að valdið sé til orðið hans vegna, fer illa
fyrir honum. Og peningar, ef maðurinn
græðir of mikið, og of hratt, getur svo
farið að peningarnir einangri hann frá
öðru dauðlegu fólki, sem verður að vinna
mestan hiuta ævinnar til þess að hafa rétt
til hnífs og skeiðar. Og ef maðurinn
er fjölskyldu sinni ótrúr, fer það með
hann. Því ef þú hefur þinn rétta ævifél-
aga, þarftu ekki að óttast margt.
Ég skal segja ykkur, að þegar ég var
að stíga í vænginn við Bess, skrifaði
ég henni heil bilhlöss af bréfum. Einu
sinni, eftir að ég var orðinn forseti, fann
ég hana á hnjánum við eldstæðið, þar sem
hún var önnum kafin að brenna þessi
bréf. Ég sagði að hún ætti ekki að vera
að þessu, en hún spurði á móti: „Hvers
vegna ekki? Ég er búin að lesa þau.”
Ég svaraði: ,,En Bess, hugsaðu um
söguna!” ,,Það er nú einmitt það sem ég
er að gera,” svaraði hún og hélt áfram
að raða bréfunum I eldinn.
Raunin er sú, að menn gætu orðið
ríkir á þessu starfi, ef þeir legðu sig eftir
þvi. En ég komst að nokkru fyrir langa-
löngu: Þegar maður leikur sér við pen-
ingamennina, verður maður að borga.
Ég hef gert nokkrum vinum mínum greiða
gegnum árin, rétt eins og hver annar
áhrifamangari i Washington, en aldrei hef
ég haft nokkurn hagnað af því sjálfur.
Og ég get sagt fleira: Enginn getur orðið
rikur á pólitík, nema hann sé svikahrapp-
ur! Það er útilokað.
Ég komst á heldur einkennilegan hátt
inn I pólitíkina. Ég var i þjóðvarðliðinu
fyrir fyrri heimsstyrjöldina, og einn af
félögum mínum þar, liðsforingi eins og
ég, hét Jim Pendergast. Frændi hans,
Tom, rak Pendergast áróðursvélina. Við
Jim urðum mestu mátar. Þegar ég kom
aftur úr stríðinu, opnaði ég vefnaðarvöru-