Goðasteinn - 01.09.1962, Síða 5

Goðasteinn - 01.09.1962, Síða 5
Fylgí úr hlaði Ýmsum þykir það vafalaust að bera í bakkafullan lækinn, að hefja útgáfu nýs tímarits í okkar ágæta landi, þar sem svo mörg eru fyrir. Sennilega munu líka vera einhverjir, sem ekki spá þessu riti glæstri framtíð né langlífi. Við, sem stöndum að tímarit- inu, gerum okkur vissulega fulla grein fyrir fjöimörgum erfið- leikum, er fylgja útgáfustarfinu. En við höfum á því bjargfasta trú, að Goðasteinn eigi nokkru hlutverki að gegna og leyfum okkur að vænta þess, að innan skamms verði kaupendahópurinn svo stór, að nægi til að standa straum af útgáfukostnaði. Og þótt við séum fremur iila í sveit settir með tilliti til sölu og dreifingar, treystum við á liðsinni margra góðra samstarfsmanna, er leggja vilja málinu lið. Efni Goðasteins munum við leitast við að hafa svo fjölbreytt, gott og vandað, sem kostur er. En megináherzlu leggjum við á að bjarga alls kyns þjóðlegum og ménningarsögulegum fróðleik. Við vitum, að fjölmargir eiga í fórum sínum ýmislegt efni, er vel á heima í riti þessu, og vonumst til, að þeir sömu séu fúsir til að miðla okkur og lesendunum nokkru þar af. Efni, sem við erum einkum fúsir til að birta, er t. d. endurminningar um merka og sögulega atburði, frásagnir af atvinnuháttum og lífi fólks á fyrri tímum, ferðasögur, þjóðsögur, minningargreinar, þættir um bók- menntir og sagnfræði, lausavísur, smásögur og sitthvað fleira. Myndir munum við birta með frásögnum, svo sem við verður komið. Godasteinn 3

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.