Goðasteinn - 01.09.1962, Page 6
Á þessu ári kemur aðeins út þetta eina hefti, og hyggjumst við
einkum selja það í lausasölu. Framvegis er svo ætlunin að gefa
út tvö hefti á ári, vorhefti og hausthefti, 50-60 síður hvort þeirra.
En til þess að viðgangur ritsins sé tryggur, þurfum við nauðsyn-
lega að hafa allmarga fasta kaupendur. Við treystum því líka, að
þeir verði margir, sem láta okkur vita, áður en langt um líður, að
þeir séu staðráðnir í að gerast áskrifendur að Goðasteini. Þá ágætu
karla og konur biðjum við að fylla út eyðublað það, sem fylgir
þessu hefti, og senda okkur í pósti.
í von um hlýlegar viðtökur Goðasteini til handa og ánægjulega
samvinnu í nútíð og framtíð kveðjum við með beztu árnaðar-
óskum.
Útgefendur.
4
Goðasteinn