Goðasteinn - 01.09.1962, Qupperneq 18
þær aftur um aldamótin 1700. Ættir Bergsteíns eru öllu þekktari
í íslenzkri sögu. Faðir hans, Einar ísleifsson, var kominn í beinan
karllegg af Eyjólfi Einarssyni í Stóra-Dal undir Eyjafjöllum,
tengdasyni Jóns Arasonar biskups, og niðjum hans, Höfðabrekku-
mönnum í Mýrdal. ísleifur Gissurarson, á Seljalandi, afi Bergsteins,
var mikill sæmdarbóndi. Það er í minnum haft, að einu sinni kom
hann í fjárhús sitt seint um kvöld til að hrista upp hey í jötum.
Hann var um það bil að hverfa til baka, er maður kom inn í
húsið. Isleifur dró sig í hlé, og maðurinn veitti honum enga eftir-
tekt í rökkrinu. Hann hramsaði kind úr hópnum, dró hana til dyra
og dokaði við. Að andartaki liðnu las hann Faðirvorið í heyr-
anda hljóði, sleppti kindinni og fór leiðar sinnar. Isleifur bar
kennsl á manninn, sveitunga, er bjó við mikla fátækt með stóran
barnahóp. Daginn eftir valdi hann vænsta sauð sinn og sendi
manninum og var honum meira innan handar. Frá þessu sagði
hann iöngu seinna, en nafn mannsins fylgdi aldrei sögunni.
Fyrri kona Einars fsleifssonar var Sigríður Auðunsdóttir, prests
á Stóruvöllum á Landi, Jónssonar, og konu hans, Sigríðar Magnús-
dóttur frá Indriðastöðum. Sigríður á Seljalandi var hefðarkona í
sjón og raun og hafði framazt í Danmörku, sem þá var óvenju-
legt um sveitakonur. Venjulega gekk hún á útlendum búningi,
brá þeirri venju, er hún gekk til altaris, klæddist þá skautbúningi
og reið í honum til Dalskirkju.
Bergsteinn og Anna fluttu frá Tjörnum að Fitjarmýri 1883 og
bjuggu þar lengi rausnarbúi. Gestnauð var mikil á Fitjarmýri og
gestrisni frábær. Það var föst regla hjá Önnu að gefa öllum vetrar-
gestum mat, að sumarlagi gaf hún fremur kaffi eða aðra vökvun,
ef gestir komu utan matmálstíma. Matgjafir fóru líka oft út af
heimilinu til fátækra manna, sem margir voru á þeim árum. Berg-
steinn bóndi var lengi fengsæll formaður við Fjallasand og sá
heimili sínu jafnan vel borgið. Oft varð að hella á könnuna á
Fitjarmýri, en langt til kaupstaðar að sækja. Einu sinni brenndi
Anna síðustu baunirnar á sumardaginn fyrsta. Mælti hún þá með
nokkurri áhyggju: „Hvenær skyldi ég næst eignast í könnuna?“
Þetta ár voru sumarpáskar. Á annan í páskum var messað í
Stóra-Dal. Anna var lasin og treysti sér ekki til kirkju, en maður
16
Goðasteimi