Goðasteinn - 01.09.1962, Síða 25

Goðasteinn - 01.09.1962, Síða 25
Ragnar Júlíusson, kennari í Reykjavík, og Ólafur H. Kristjánsson, skólastjóri á Reykjum í Hrútafirði. 1 fyrsta áfanga flugum við til Glasgow í Skotlandi og lentum þar á Renfrew-flugvellinum. Vél okkar hélt fljótlega áfram til Kaupmannahafnar, en samkvæmt áætlun áttum við sexmenningarnir að fara með enskri flugvél til Lundúna. Lítið markvert var að sjá í flughöfninni í Glagow. Er þar allt fremur þröngt og líkt og skorið við nögl. Kemur það vafa- iaust vel heim við hina alkunnu sparsemi Skota. Dvölin í Glasgow varð ekki löng, og brátt var enska flugvélin okkar tilbúin til flugs. Ferð sú var fremur stutt, því að ekki leið á löngu, eftir að vélin hafði náð fullri hæð, að hún tæki aftur að lækka flugið. Við bið- um drjúga stund í hinni geysistóru og vistlegu flughöfn í Lundún- um, og þar fórum við um síðir upp í aðra enska vél, sem átti að flytja okkur síðasta áfangann. Brátt lyftum við okkur af enskri grund og svifum suður yfir Ermarsund og inn yfir Frakkland. Eftir flug, sem tók svipaðan tíma og milli Reykjavíkur og Akureyrar, ientum við á Le Bourget flugvellinum við París, og glaðir að lok- inni góðri ferð stigum við fæti á franska jörð. í París hittum við brátt að máli Óttar Þorgilsson, starfsmann Atlantshafsbandalagsins. Greiddi hann götu okkar af mikilli prýði og leiðbeindi okkur um heimsborgina. Hann hafði útvegað okkur gistingu á ódýru, en mjög vistlegu hóteli við Nicolo-götu, sem er þvergata við Passy-götu, ekki ýkja fjarri Eiffelturninum. Bjuggum við þar allan tímann, sem við vorum í París. Fyrstu þrjá dagana í borginni vorum við gestir Atlantshafsbandalagsins. Til að byrja með heimsóttum við aðalstöðvar samtakanna í mjög nýtízkulegu stórhýsi á fögrum stað í útjaðri Boulogne-skógarins. Þar hlýddum við á fyrirlestra, fræddumst um dagleg störf hjá þessu mikla fyrir- tæki og nutum gestrisni heimamanna á margan hátt. Hjá Atlants- hafsbandalaginu er ekki aðeins um að ræða hernaðarmál og varnir vestrænna ríkja, heldur vinna samtökin ekki síður að því að styrkja efnahagsþróun, menningarmál og tækni í aðildarríkjunum. Og umfram allt leitast þau við að efla samvinnu ríkjanna og eyða misklíðarefnum. Hafa þau vafalaust komið mörgu góðu til leiðar á því sviði. Þarna í aðalstöðvunum hittum við fulltrúa ís- lands hjá Atlantshafsbandalaginu, Tómas Tómasson sendiráðsrit- Goðasteinn 23

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.