Goðasteinn - 01.09.1962, Qupperneq 29

Goðasteinn - 01.09.1962, Qupperneq 29
Var hún smíðuð 1606 og stendur gegnt hinni öldnu kirkju. Notre- Dame kirkjan er gífurlega stór og gerð í gotneskum stíl. Hún býr yfir mikilli fegurð og magnþrungnum hátíðleika. enda hafa ekki svo fáir stórviðburðir í sögu Frakklands átt sér stað innati veggja hennar í aldanna rás. Dvöldumst við langtímum í þessu veglega guðshúsi og vorum hugfangnir af byggingarstíl þess og listaverkum. Af öðrum kirkjum, sem við skoðuðum, er mér minnis- stæðust hin risastóra og fagra Sacré Coeur, pílagrímskirkja, er stendur efst á Montmartre-hæðinni. Eitt af því, sem við Ólafur afrekuðum, var að ganga um allt Louvre-safnið. Er það stærsta listasafn veraldar, svo að okkur hefði vafalaust ekki veitt af vikutíma innan veggja þess, hefði verið um annað en lauslegt yfirlit að ræða. í Louvre er varðveitt hið mjög fræga málverk af Mónu Lísu eftir Leonard da Vinci og marmaralíkneskið Venus frá Míló, svo að eitthvað sé nefnt. Þá var stórfenglegt að koma til Versala, sem er töluverð borg suð- vestan Parísar. Þar iét sólkonungurinn Lúðvík 14. reisa hallir sínar á 17. öld, því að honum fannst of þröngt um sig í París. Hallir hans og margra annarra höfðingja standa þar enn og eru prýddar hinum fegurstu listaverkum. Mikið er um loftmálverk þarna í Versölum, og fylgdi því ekki lítil áreynsia að horfa svo mjög til hæða. Garðarnir umhverfis hallirnar eru undurfagrir og vel skipulagðir. Hvarvetna getur að líta höggmyndir, gosbrunna, skrauttjarnir, trjáraðir og blómabeð í hrífandi litskrúði. Þeir hafa ekki verið auraiausir konungarnir í Frakklandi, þegar þeir voru að byggja upp og rækta í Versölum, og skiljanlegt er, að þjóðinni þætti þeir stundum þungir á fóðrunum. í konungshöllinni í Versölum er Speglasalurinn svo nefndi. Þar voru friðarsamning- arnir við Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöldina undirritaðir. Á hverjum morgni, er ég vaknaði og leit út um gluggann á hótelherbergi mínu, blasti Eiffelturninn við augum í nokkurri fjar- lægð. Turn þessi, sem er 300 metra hár, var reistur fyrir heims- sýningu í París, er haldin var á aldarafmæli byltingarinnar miklu 1889. Tvisvar lagði ég leið mína upp í turninn og fór með lyft- unni. Annars er hægt að fara alla leið gangandi upp geysimikinn Godasteinn 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.