Goðasteinn - 01.09.1962, Síða 40

Goðasteinn - 01.09.1962, Síða 40
gæti hann bezt rekið skuídabréfasöluna, svo að haldi kæmi. Ekki varð af því heldur, en konungur vildi samt sýna, að hann virti góðan vilja Juels, og skipaði hann yfirmann og fulltrúa sinn yfir allri málmvinnslu austanfjalls í Noregi. Ekki þótti Juel þó mikið til þess koma, og hafði hann vafalaust gert sér vonir um æðra embætti fyrir ómak sitt. Þó ferðaðist hann um Þýzkaland nokk- urn tíma og kynnti sér ýmislegt, er að gagni kynni að koma í hinu nýja starfi. Mestur tími hans fór þó í að skrifast á við konung, skýra gamlar tillögur sínar og bera fram nýjar. Kon- ungur mat hann æ meira og skipaði hann, er tækifæri gafst, amtmann í Lister- og Mandalamti. Juel settist brátt að í um- dæmi sínu og lét skjótt mikið að sér kveða. í embættisrekstrin- um var hann harður og óvæginn og vildi einn öllu ráða. Lenti hann því snemma í deilum við yfirboðara sína og aðra og var að lokum svo flæktur í margvíslegum málaferlum, að konungur sá sér ekki annað fært en að setja hann frá embætti árið 1718. Juel hélt þá skömmu síðar til Kaupmannahafnar og reyndi að rétta hlut sinn og fá uppreisn hjáj konungi, en tilraunir þær báru engan árangur. Brá hann sér þá til Svíþjóðar og gaf konungi þar í landi kost á þjónustu sinni. Stríðinu var þá lokið, og höfðu Svíar ekkert verkefni handbært, sem hann vildi líta við, og sneri Juel því vonsvikinn til Kaupmannahafnar og settist þar að. Lagði hann nú stund á ritstörf um skeið og gaf út ljóð, er hann kvaðst hafa ort í tómstundum sínum sem amtmaður. Náði kver það fljótt mikilli útbreiðslu og vinsældum, og varð Juei þegar frægur sem skáld í Noregi og Danmörku. Einnig ritaði hann og gaf út á þessum árum allmerka bók um landbúnað, sem cg hlaut mikla útbreiðslu og mun t.d. hafa verið þýdd á íslenzku á síðari hluta 18. aldar. En það átti ekki við Povel Juel að sýsla við ritstörf og skáldskap til lengdar. Um þessar mundir var að vakna mikill áhugi manna í Noregi og Danmörku á Grænlandi. Norski presturinn Hans Egede hélt þangað til að boða Græn- lendingum hina einu sönnu trú, um svipað leyti var og stofnað í Björgvin „Grænlenzka verzlunarfélagið“, og í þriðja lagi gerðu Danir tilraun til að stofna þar til landnáms. Ekki voru þó land- námsmennirnir valdir af betri endanum, því að yfirvöldin létu 38 Godasteinn

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.