Goðasteinn - 01.09.1962, Qupperneq 41
safna saman hóp glæpafólks úr fangelsum hofuðborgarinnar, og
var þar jafnmargt karla og kvenna. Síðan voru þessir vesölu ein-
staklingar vígðir í heilagt hjónaband af handahófi og fluttir til
Grænlands og sleppt þar á land. Þessi stofn dönsku byggðarinnar
varð, sem vænta mátti, ekki til frambúðar. Fólkið þoldi ekki
loftslagið og kunni lítt að bjarga sér og dó fljótt út með öliu.
Rekstur „Grænlenzka verzlunarfélagsins“ gekk og með af-
brigðum illa, og má segja, að skaði einn og skapraun hlytist af
þessum fyrirtækjum. Það var því varia hægt að búast við, að
konungur tæki vel erindi Povels Juels, er hann einn góðan veður-
dag kom með nýjar og umfangsmiklar tillögur viðvíkjandi Græn-
landi. Þessar tillögur voru þess efnis, að konungur legði til vel
mönnuð skip, sem siglt yrði til Grænlands undir forustu Juels,
strendur landsins kannaðar, settar upp verzlunarstöðvar, stofnað
til margvíslegs veiðiskapar á sjó og landi og tilraunir gerðar til
landnáms. Konungur hafnaði þessum tillögum að öllu, og Juel
skildist, að vart mætti hann vænta liðsinnis úr þeirri átt framar.
En hugmynd þessi um leiðangur til Grænlands hafði nú gripið
hann svo föstum tökum, að hann mátti ekki til þess hugsa, að
ekkert yrði úr framkvæmdum, og er Friðrik IV. brást honum, var
ekki um annað að ræða en að leita á náðir annarra þjóðhöfðingja.
Sænskur hershöfðingi og fríherra, Gustav Wilhelm Coyet að nafni,
dvaldist í Kaupmannahöfn um þessar mundir. Juel komst í
kunningsskap við hann, og féll brátt vel á með þeim. Fyrir hann
lagði Juel áform sín um Grænlandsleiðangurinn. Fríherra þessurn
leizt vel á hugmyndina og aðstoðaði Juel til að ná fundi Svía-
konungs. Hann hreifst og af áhuga Juels, en treystist eigi til að
hrinda málinu í framkvæmd, því að það myndi óhjákvæmilega
hafa í för með sér styrjöld við Dani. En Juel og hinn sænski
aðalsmaður, sem nú voru orðnir nánir vinir og bandamenn, vildu
ekki hlaupast frá hálfunnu verki og skeyttu lítt hverjar afleiðingar
athæfi þeirra gæti haft. Þeim kom því næst til hugar að gefa
Pétri mikla kost á að sjá um leiðangurinn og gerðu honum aðvart
um, hvað til stæði. Keisari skipaði strax sérstakan fulltrúa sinn
til að athuga málið og semja við þá félaga. Maður sá hét Hörling
og var aðalsmaður frá Holtsetalandi. Hófust nú umræður um
Godasteinn
39