Goðasteinn - 01.09.1962, Síða 42

Goðasteinn - 01.09.1962, Síða 42
leiðangunnn hjá þessum þremenningum, og urðu áform þeirra æ víðtækari, eftir því sem lengur leið. Jafnframt sendu þeir keisara skýrslu um viðræðurnar og skýrðu nákvæmlega frá öllum fyrir- ætlununum. En þær voru í stuttu máli, að Pétur mikli sendi öflug- an flota til Grænlands, sem hernæmi landið og ekki aðeins það, heldur skyldi flotinn í leiðinni einnig hernema ísland og Færeyjar, og áttu þessi lönd öll að falla undir Rússakeisara. Og síðan, er flotinn hefði lokið að hertaka þessi lönd og Rússar tryggt þar aðstöðu sína, átti svo að sigla til Noregs undir forustu Povel Juels, hernema landið og leysa þjóðina þar að fullu og öllu úr tengslum við Dani. Taldi Juel í skrifum sínum til keisara litlar líkur á mótstöðu af hálfu Norðmanna, bæði sakir þess, að hann sjálfur væri vel þekktur og vinsæll í landinu, og auk þess myndi þjóðin öll fagna frelsinu, er hún losnaði undan harðstjórn og of- ríki Dana í Noregi. Ekki átti þó Noregur að falla undir Rússa, heldur var hugmyndin, að hann yrði sjálfstætt konungsríki, og kórónuna átti að hljóta Karl Friðrik af Gottorp, tengdasonur Péturs mikla. En er samningum þessurn var vel á veg komið og allt virtist leika í lyndi fyrir þessum atorkusömu ævintýramönnum, hrundi spilaborg þeirra skyndilega til grunna, svo að ekki stóð þar steinn yfir steini. Góðvinur og skjólstæðingur konungs, póstmeistarinn í Kaupmannahöfn, hafði auga á hverjum fingri og lét því ekki bréf Povels fara fram hjá sér án þess að rannsaka innihald þeirra. Povel var tekinn fastur, og sannanir gegn honum voru svo sterkar, að ekki þýddi að mótmæla, og játaði hann allt sitt athæfi. Kon- ungur óttaðist mjög, að fjöldi Norðmanna stæði að baki sam- særi þessu, og þegar Juel vildi ekki játa, að svo væri, með góðu, þá reyndu þeir, sem yfirheyrðu hann, að fá hann til þess með öðrum aðferðum, og var hann pyntaður ákaflega með þumal- skrúfum og spænskum stígvélum, en allt kom fyrir ekki, sem og var að vænta, því að áform Juels var að engu leyti á nokkurs manns vitorði í Noregi. En konungur áleit samt, að Norðmenn hlytu að einhverju ieyti að standa að baki þessari landráðastarf- semi, og óttaðist þá lengi á eftir og var alla sína stjórnartíð mjög varkár gagnvart þeim. En það er af Juel að segja, að réttar- 40 Godasteinn

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.