Goðasteinn - 01.09.1962, Page 46

Goðasteinn - 01.09.1962, Page 46
stéttinni hvolfdu mjaltaskjólurnar, nýþvegnar. Leitarmennirnir litu ekki við þeim, og ekkert fundu þeir saknæmt. Seinna ræddi Hall- dór leitina og vék þá að skjólunum á þessa leið: „Var það ekki áleitni, bræður, hefði eitthvað verið loðið í skjólunum". Menn ætluðu út frá þessum orðum, að Halldóri hefði ekki orðið ráða- fátt með felustaðinn. Halldór fór fýlaferð austur að Höfðabrekku í Mýrdal, og lá leið hans um hlaðið í Suður-Vík. Þar hjá var kálgarður með vel þroskuðum gulrófum. Halldór brá sér inn í garðinn, þreif væna rófu í nesti og stakk henni í vasann. I sömu svifum kom kona út úr bænum, sá manninn bogra í garðinum og kallaði kuldalcga til hans: „Hvað ertu að gera þarna?“ Halldór rétti sig upp, hélt á löngum káílegg og svaraði: „Ég er að mæla kálið, að sjá, hvort það er eins langt og heima hjá mér“. Þetta lét konan gott heita, og Halldór slapp með feng sinn. Orðrómur lék á því, að Halldór krældi sér tuggu úr görðum granna, er betur bjuggu, ef honum lá á, og tæki eignarrétt á reka ekki alvarlega.. Vel má það allt hafa verið skáldskapur, en Benedikt Þórðarson skáldi batt þessi brot saman í vísu, sem enn er í minni: Hver hefur séð hann Halldór stela? Hver hefur séð hann á fjörunum? Hver hefur séð hann fé sitt fela fyrir öðrum eins vönduðum? Hver hefur séð hann hrífa kál? Hver hefur séð hann verka stál? Hver hefur séð hann heyið leysa? Hver hefur séð hann bera meisa? Sagnir Ólafs Eiríkssonar, fv. kennara, o. fl. Eyfellinga. Halldór drukknaði 1832. 44 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.