Goðasteinn - 01.09.1962, Síða 47
II. Miiliiiíisslysii)
Þurfalingur var mesta áraskip í Vestmannaeyjum á fyrri hluta
19. aidar, 17 álnir á kjöl og fimm álnir á breidd. Á bitafjöl hans
var grafin þessi vísa:
Þessi hestur nausta nýr
njóti gæðaslyngur.
Blessi be2tur herrann hýr,
heitir Þurfalingur.
Frá því er sagt, að nálægt 1814 dreymdi konu, er átti heima í
Dölum í Vestmannaeyjum, að hún stóð niður á Skansi og litaðist
um. Hún sá, að Þurfalingur skreið út Botninn borðstokkafullur af
torfi. Enginn maður var þar innanborðs, en aftur í skut lágu 6
selir ofan á torfbunkanum. Lífsmark sást með þeim. Selir í draumi
voru jafnan taldir boða manndauða. Draumur þessi var því látinn
liggja í þagnargildi sem mest mátti. Liðu svo dagar og ár, að
Þurfalingi varð ekkert að grandi.
Vetrarvertíðina 1834 var Jónas Vestmann formaður á Þurfalingi.
Hann þótti í röð fremstu manna í Eyjum til verka og áræðis,
skytt# frábær og syndur sem selur.
Það er í frásögur fært, að skömmu fyrir umrædda vertíð, synti
Jónas yfir Botninn, frá Miðbúðarbryggju undir Löngu og sömu
leið til baka. Forvitinn selur elti hann á sundinu upp að bryggj-
unni og saup af því seyðið. Jónas neytti þar röskleika síns, flýtti
sér sem mátti upp á bryggjuna, þar sem byssa hans lá hlaðin,
og sendi selnum banaskot.
Á Þurfalingi var 20 manna áhöfn. Flest rúm þóttu þar vel
skipuð. Hinn 5. mar2 lagði Þurfalingur að landi í austanroki. Á
Hnyklinum, sem var sker undan Nausthamri, barst honum á og
hvolfdi þegar. Frá afdrifum skipshafnar er það að segja, að 14
drukknuðu, en 6 komust af. Jónas formaður var í hópi þeirra,
sem fórust. Menn ætluðu, að hann hefði orðið fastur í færum og
beðið fyrir það aldurtila. Það þótti undrum sæta, að vöskustu
hásetar Jónasar drukknuðu, en þcir lítilfjörlegustu komust af.
Godasteinn
45