Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 47

Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 47
II. Miiliiiíisslysii) Þurfalingur var mesta áraskip í Vestmannaeyjum á fyrri hluta 19. aidar, 17 álnir á kjöl og fimm álnir á breidd. Á bitafjöl hans var grafin þessi vísa: Þessi hestur nausta nýr njóti gæðaslyngur. Blessi be2tur herrann hýr, heitir Þurfalingur. Frá því er sagt, að nálægt 1814 dreymdi konu, er átti heima í Dölum í Vestmannaeyjum, að hún stóð niður á Skansi og litaðist um. Hún sá, að Þurfalingur skreið út Botninn borðstokkafullur af torfi. Enginn maður var þar innanborðs, en aftur í skut lágu 6 selir ofan á torfbunkanum. Lífsmark sást með þeim. Selir í draumi voru jafnan taldir boða manndauða. Draumur þessi var því látinn liggja í þagnargildi sem mest mátti. Liðu svo dagar og ár, að Þurfalingi varð ekkert að grandi. Vetrarvertíðina 1834 var Jónas Vestmann formaður á Þurfalingi. Hann þótti í röð fremstu manna í Eyjum til verka og áræðis, skytt# frábær og syndur sem selur. Það er í frásögur fært, að skömmu fyrir umrædda vertíð, synti Jónas yfir Botninn, frá Miðbúðarbryggju undir Löngu og sömu leið til baka. Forvitinn selur elti hann á sundinu upp að bryggj- unni og saup af því seyðið. Jónas neytti þar röskleika síns, flýtti sér sem mátti upp á bryggjuna, þar sem byssa hans lá hlaðin, og sendi selnum banaskot. Á Þurfalingi var 20 manna áhöfn. Flest rúm þóttu þar vel skipuð. Hinn 5. mar2 lagði Þurfalingur að landi í austanroki. Á Hnyklinum, sem var sker undan Nausthamri, barst honum á og hvolfdi þegar. Frá afdrifum skipshafnar er það að segja, að 14 drukknuðu, en 6 komust af. Jónas formaður var í hópi þeirra, sem fórust. Menn ætluðu, að hann hefði orðið fastur í færum og beðið fyrir það aldurtila. Það þótti undrum sæta, að vöskustu hásetar Jónasar drukknuðu, en þcir lítilfjörlegustu komust af. Godasteinn 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.