Goðasteinn - 01.09.1962, Page 48

Goðasteinn - 01.09.1962, Page 48
Um þennan atburð var ort: Tólfæringur traustur þá tapaði fjórtán mönnum. Auði ringa féllu frá, fagurt syngja himnum á. Sögn Ólafs Eiríkssonar, fv. kennara, en honum sagði Jón Ólafsson í Berja- nesi um 1880. Bitavísa Þurfalings og sta;rð cr sótt í Annál Sighvats Árna- sonar í Eyvindarholti, handrit í byggðasafninu í Skógum. Það er sumra sögn, að Þurfalingur hafi farizt á Brúnkollu. III. Kynjasýiiir á Klnnstri Árin 1892-95 var ég vinnukona hjá Guðlaugi Guðmundssyni, sýslumanni á Kirkjubæjarklaustri. Það var venja sýslumanns að sitja við skriftir á vetrum fram á nætur. Lagði ég í ofninn á skrifstofu hans um vökuna. Gamalt útieldhús var þá á Klaustri. Stóð það vestur á hlaðinu með dyr móti suðri. Var það notað fyrir alla stórelda. Guðlaugur setti saman stórt bú á Klaustri. Fjárhús hafði hann í Klausturheiði fyrir ofan Systravatn. Fjárgæzlu þar annaðist Stefán Þorvaldsson póstur og átti heimili sitt á heiðinni. Áramót voru að ganga í garð. Daginn fyrir gamlársdag var þíðviðri, krapaskúrir um kvöldið með góðum upprofum. Tungl var fullt, óð í skýjum, svo glóbjart var að kalla. Á vökunni þurfti ég að bregða mér út í eldhús til að sækja spýtur í uppkveikju. Vissi ég af þeim á hlóðasteinunum rétt innan við dyrnar. Ég gekk grandalaus stíginn vestur að eldhúsinu. Sá ég þá, að framan við kampinn á því stóð grár hestur og maður hjá honum. Hélt hann hendinni yfir hestinn, svo að herðakamburinn var í handarkrikan- um. Vinnumaður var á Klaustri að nafni Benedikt. Hélt ég, að þetta væri hann, og kallaði snögglega: „Bensi, ertu þarna?“ Mér var engu svarað, og varð að ráði að herða á kallinu: „Því í andskotanum getur þú ekki svarað, Bensi?“ Fannst mér þá kynleg umskipti verða, hesturinn og maðurinn hurfu sýnum, en framan við stéttina stóð stórhyrndur, hvítur hrútur og blíndi á mig. Ekki 46 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.