Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 48

Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 48
Um þennan atburð var ort: Tólfæringur traustur þá tapaði fjórtán mönnum. Auði ringa féllu frá, fagurt syngja himnum á. Sögn Ólafs Eiríkssonar, fv. kennara, en honum sagði Jón Ólafsson í Berja- nesi um 1880. Bitavísa Þurfalings og sta;rð cr sótt í Annál Sighvats Árna- sonar í Eyvindarholti, handrit í byggðasafninu í Skógum. Það er sumra sögn, að Þurfalingur hafi farizt á Brúnkollu. III. Kynjasýiiir á Klnnstri Árin 1892-95 var ég vinnukona hjá Guðlaugi Guðmundssyni, sýslumanni á Kirkjubæjarklaustri. Það var venja sýslumanns að sitja við skriftir á vetrum fram á nætur. Lagði ég í ofninn á skrifstofu hans um vökuna. Gamalt útieldhús var þá á Klaustri. Stóð það vestur á hlaðinu með dyr móti suðri. Var það notað fyrir alla stórelda. Guðlaugur setti saman stórt bú á Klaustri. Fjárhús hafði hann í Klausturheiði fyrir ofan Systravatn. Fjárgæzlu þar annaðist Stefán Þorvaldsson póstur og átti heimili sitt á heiðinni. Áramót voru að ganga í garð. Daginn fyrir gamlársdag var þíðviðri, krapaskúrir um kvöldið með góðum upprofum. Tungl var fullt, óð í skýjum, svo glóbjart var að kalla. Á vökunni þurfti ég að bregða mér út í eldhús til að sækja spýtur í uppkveikju. Vissi ég af þeim á hlóðasteinunum rétt innan við dyrnar. Ég gekk grandalaus stíginn vestur að eldhúsinu. Sá ég þá, að framan við kampinn á því stóð grár hestur og maður hjá honum. Hélt hann hendinni yfir hestinn, svo að herðakamburinn var í handarkrikan- um. Vinnumaður var á Klaustri að nafni Benedikt. Hélt ég, að þetta væri hann, og kallaði snögglega: „Bensi, ertu þarna?“ Mér var engu svarað, og varð að ráði að herða á kallinu: „Því í andskotanum getur þú ekki svarað, Bensi?“ Fannst mér þá kynleg umskipti verða, hesturinn og maðurinn hurfu sýnum, en framan við stéttina stóð stórhyrndur, hvítur hrútur og blíndi á mig. Ekki 46 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.