Goðasteinn - 01.09.1962, Page 52

Goðasteinn - 01.09.1962, Page 52
Þórður Tómasson: vVkyðguzt iiiii lioliki í llyiðiisafni „Pélirsey" Byggðasafnið í Skógum er mörgum kunnugt af afspurn eða eígin raun. Ýmsir hafa spurt mig, hvað ég teldi merkasta grip þess. Vefst mér þá tunga um tönn. Saga, gerð eða fágæti grips ráða gildi hans, stærð hans skiptir engu máli. Oft hefur mér þó dottið í hug, hvort stærsti gripur safnsihs sé ekki sá merkasti. Áraskipið Pétursey er nú frægasti fulltrúi gömlu, sunnlenzku áraskipanna, sem þróuðust í sérstætt horf, brimsandalag. Lýsir sr. Jón Steingrímsson því í ritgerð sinni „Um að ýta og lenda í brimsjó“, er birtist í ritum Lærdómslistafélagsins 1789. Eyjólfur Guðmundsson, rithöfundur á Hvoli í Mýrdal, sá sögu Péturseyjar borgið með bókinni „Pabbi og mamma“, og sjálf segir Pétursey sögu, þar sem hún stendur í nausti sínu, burðamikill áttæringur með svip og minningum horfinnar aldar. Pétursey er byggð í okt- óber 1855, eins og bitafjöl hennar vísar til, af Jóni Ólafssyni í Pétursey og Sæmundi Bjarnasyni í Vatnsskarðshólum. Bróðir Jóns, Guðmundur í Eyjarhólum, var formaður Péturseyjar á fjórða áratug með mikilli hamingju og batt ást við skipið, er entist til æviloka. Mörg hörð veður hafa dunið á Pétursey, og marga sjói hefur hún rist. Smiðshendur hafa því oft orðið að leggja henni líkn. Halldór Jónsson, kaupmaður og bóndi í Suður-Vík, átti Pétursey lengi, notaði til uppskipunar á vörum m. a., og lét sér annt um hana. Breyttir atvinnuhættir þokuðu henni til hliðar. Mörg á( hrörnaði hún í Víkursandi. Vinum hennar rann það til rifja Jón Halldórsson, kaupmaður í Suður-Vík, átti Pétursey, er hér var komið sögu, og var vel að skapi, að hún liði ekki undir lok. Hann gaf byggðasafninu í Skógum kost á henni til eignar, er 50 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.