Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 58

Goðasteinn - 01.09.1962, Blaðsíða 58
Húsfreyja ein var í meira lagi hrædd um bónda sinn, sagði, að það sárnaði sér mest, að hann skyldi líta við vinnukonunni þeirra, „þvílíkri druslu, scm styttir sig með hnappheldu". Konur gengu þá almennt í víðum fellingapilsum. Þurftu þær oft að stytta sig, svo pilsin væru ekki til trafala við vinnu t. d. og notuðu til þess sérstök styttubönd. Vinnukonan hafði brugðið fyrir sig að taka hnappheldu til þessara nota. -o- Bóndi, er Þórður hét, bjó á Fornu-Söndum undir Eyjafjölium um aldamótin 1800. Hann var formaður á skipi í Sandavörum. Á næsta bæ, Hjáleigusöndum, bjó kona ein síns liðs. Hún kom í sandinn, einu sinni sem oftar, er menn komu af sjó. Gaf Þórður henni fisk sem fleirum, er í sandinn leituðu. Einhver, sem heim- sótti hana, varð þess vísari, að hún þóttist til lítils hafa farið í sandinn. Hann spurði: „Gaf hann Þórður þér ekki fisk?“ „Jú, hann gaf mér fisk, en býsna beinugur var hann“. Þórður frétti þessi orðaskipti. Kerling kom í sandinn næsta róðrardag. Þórður gekk til grannkonu sinnar, þegar búið var að bera upp aflann, fékk henni einn fisk og sagði: „Hérna er handa þér í soðið, en ekki get ég gert að því, þó bein séu í fiskinum". -o- Á bæ í Landeyjum var á vist roskin kona, er Rannveig hét. Húsbóndinn þótti orðhvatur og stríðinn. Einu sinni sagði hann í áheyrn vinnukonunnar: „Það vildi ég, að ég ætti eins væna hupp- sneið eins og vörin er á henni Rannveigu". „Ætli þú yrðir lengi að gleypa það“, varð Rannveigu að orði. —o— Á Tjörnum undir Eyjafjöllum, eystri hálflendu jarðarinnar, bjuggu um miðja 19. öld Þorleifur Jónsson og Guðrún Þorleifs- dóttir. Hjá þeim var karl einn, heyrnarsljór. Það var vani Þor- leifs að láta hann sitja hjá sér, er hann las húslesturinn, svo hann hefði hans full not. Einhverju sinni á I. sunnudegi í föstu var Þorleifur að lesa lesturinn og kom að orðum freistarans: „Allt þetta skal ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig“. Fer karl þá að aka sér, hefst upp í sætinu og tautar, svo heyra mátti: „Hann átti líka nokkuð með það“. 56 Goðastemn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.