Goðasteinn - 01.09.1971, Side 8

Goðasteinn - 01.09.1971, Side 8
Gamla verzlunarhúsið, byggt 1950. nefndi Ingólfshvol. Svo gerðist það árið 1938, að Björn Fr. Björns- son flutti sýslumannsembættið frá Gunnarsholti að Stórólfshvoli og þar með var stigið mikilvægt skref til viðbótar í þá átt að gera þenna stað að eins konar miðstöð Rangárþings. Fyrst um sinn var sýsluskrifstofan til húsa á lofti Arnarhvols, en sama ár reisti Björn sýslumaður sér íbúðarhús nokkru fyrir norðan kaup- félagshúsin og flutti þá skrifstofuna þangað. Þannig þokaðist byggðarsaga Hvolsvallar áfram með hægum skrefum lengi vel. Hinn 11. júní 1934 var haldinn stjórnarfundur í K.H.S. að Arnarhvoli. Ágúst Einarsson bauð fundarmenn sérstaklega vel- komna, þar sem þetta var fyrsti fundur félagsstjórnarinnar í hin- um nýju húsakynnum félagsins. Framkvæmdastjórinn gerði grein fyrir starfi og stöðu félagsins. Vörusala hafði aukizt talsvert árið 1933, en einnig höfðu skuldir hækkað. Þá upplýsti hann að margir af skuldunautum félagsins hefðu sótt um lán úr Kreppulánasjóði og fengið afgreiðslu og fleiri mundu fylgja eftir. Á skuldum þess- um yrðu veruleg afföll, er kæmu á félagið. Væri þetta tilfinnan- legt tap og ekki útséð, hversu það yrði borið. Komust stjórnar- menn í mikinn vanda við að ráða fram úr þessum stórmálum. 6 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.