Goðasteinn - 01.09.1971, Page 9

Goðasteinn - 01.09.1971, Page 9
En þeir voru sammála um aö freista þess að halda starfsemi félagsins áfram, hvað sem í skærist. Veitti það þeim aukinn styrk í erfiðleikunum, að félagið hafði stórbætt aðstöðu sína til verzl- unar með flutningnum að Stórólfshvoli jafnframt bættum sam- göngum um héraðið. Þctta sannaði hraðvaxandi vörusala. Niður- staðan varð því sú, að stjórnarmenn samþykktu að verja öllum sjóðum félagsins til að standa straum af skuldatöpum af völdum kreppunnar jafnframt því sem reynt yrði að komast að samning- um um hina erfiðu stöðu félagsins gagnvart Sambandi íslenzkra samvinnufélaga. Var kosin þriggja manna nefnd til suðurgöngu í því skyni. Einnig var samþykkt að reyna að stuðla að auknu innlcggi félagsmanna hjá kaupfélaginu með því að taka upp nána samvinnu við Sláturfélag Suðurlands um slátrun sauðfjár og naut- gripa, þar sem svo virtist sem þessi félög ættu við svipaða erfið- leika að etja og sömu aðilar væru keppinautar beggja. Voru ályktanir þessar lagðar fyrir aðalfund og samþykktar þar. Þá voru ræddar hugmyndir um að félagsmenn gætu haft nokkurn hagnað af því að félagið tæki að sér sölu á prjónlesi, þar sem prjónavélar og einnig spunavélar höfðu verið keyptar á allmarga bæi. Á aðal- fundi þetta ár kom það fram að vörugeymsluhús félagsins við Holtsós hafði verið tekið upp og flutt að Seljalandi. Hafði Sigur- jón Magnússon unnið það verk af mikilli prýði. Þá var Guðjón Jónsson í Tungu kosinn í aðalstjórn í stað Auðuns Jónssonar og í stað Guðjóns kom Sigfús Sigurðsson inn í varastjórn. Á stjórnarfundi snemma árs 1935 lagði framkvæmdastjóri fram skrá yfir þau töp, sem félagið hafði orðið fyrir af völdum kreppu- lána og af öðrum ástæðum. Voru það nálega kr. 50000,00. Ekki hafði tekizt að fá mann til innheimtu, svo sem um hafði verið rætt, cn framkvæmdastjóri kvaðst sjálfur hafa ferðast um mikinn hluta félagssvæðisins í því skyni og orðið allvel ágengt, þótt enn væri víða pottur brotinn. Vörusala hafði aukizt nokkuð og hélt áfram að vaxa, þótt hægt færi, en staða félagsins var samt sem áður mjög erfið á þessum árum. Var svo komið í ársbyrjun 1936, að stjórnarfundur samþykkti, að félagið yrði því aðeins starfrækt til frambúðar að skuldamálum þess yrði komið í það horf að lífvænlegt og viðunandi mætti teljast. Mjög var á þessum fundi Goðasteinn 7

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.