Goðasteinn - 01.09.1971, Side 11

Goðasteinn - 01.09.1971, Side 11
Sr. Sveinbjörn Högnason Sigurþór Ólafsson stjóra var og falið að taka upp vöruávísanir til greiðslu í stað peninga. Breiddist þetta fyrirkomulag í viðskiptum mjög út hjá kaupfélögum um þessar mundir og sást lítið af peningum í um- íerð. Eftir þenna stjórnarfund samdi Ragnar Ólafsson lögfræðing- ur tillögur til lausnar fjárhagsvanda félagsins og voru þær lagðar fyrir aðalfund 15. maí 1937 og samþykktar samhljóða. Viðskipta- veltan hafði aukizt nokkuð árið 1936 og skuldir félagsmanna lækk- að fremur en hitt. Engu að síður hafði reksturinn gengið erfið- lega og var talsverður tekjuhalli það ár. Þessi aðalfundur fól framkvæmdastjóra að semja við byggingarnefnd Stórólfshvols eða sýsiunefnd Rangárvallasýslu um kaup á allvænni landspildu á flötunum milli Fljótshlíðarvegar og Landeyjavegar, sem áður hafði verið falazt eftir og þá ekki fengizt. Formaður félagsstjórnar í stað Sigurðar Vigfússonar var kjörinn Sigurþór Ólafsson og vara- formaður sr. Sveinbjörn Högnason. Um miðjan nóvember 1937 var haldinn stjórnar- og fulltrúa- Goðasteinn 9

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.