Goðasteinn - 01.09.1971, Page 15

Goðasteinn - 01.09.1971, Page 15
það mál í höndum S.Í.S. Von væri þó um skjóta úrlausn, þar sem Ágúst Einarsson væri á förum. Kdm brátt á daginn að ekki þurfti lengi að bíða, því að á stjórnarfundi hinn 6. júní voru mættir frá S.Í.S. þeir Ragnar Ólafsson lögfræðingur, Benedikt Jónsson erind- reki og hinn verðandi kaupfélagsstjóri, Sveinn Guðmundsson verzlunarmaður frá Reykjavík, en ættaður frá Lýtingsstöðum í Skagafirði. Ákveðið var að fram færi vörutalning hjá félaginu hinn 19. og 20. júní og að Sveini yrði veitt prókúruumboð félags- ins frá og með 20. sama mánaðar og tæki þar með við rekstri félagsins að fullu. Ragnar Ólafsson þakkaði fyrir sína hönd og S.I.S. Ágústi Einarssyni vel unnin störf fyrir félagið um langt skeið. Hið sama gerði og formaður félagsins. Ágúst þakkaði einnig og kvaddi vini og samstarfsmenn. Hann hafði stjórnað félaginu á kreppu- og neyðartímum, þegar sífellt lá við borð að það gæfist upp. Og Ágústi var það að þakka öllum öðrum fremur, að það bjargaðist gegnum þessar þrengingar. Godasteinn 13

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.