Goðasteinn - 01.09.1971, Side 17

Goðasteinn - 01.09.1971, Side 17
löngu síðar, til útvers gangandi með útverspokann sinn á bakinu til sjóróðra í fjarlægar verstöðvar (Mýrdal, Eyrarbakka og Vest- mannaeyjar) til að reyna að færa heim björg í bú. Héit hann því áfram, þar til er hann tók sjálfur við búskap og önnur störf köll- uðu að. Var þetta hlutskipti margra á þeim tímum. Foreldrar þeirra Rofabæjarsystkina dóu báðir í desetmber 1903. Varð þá skarð fyrir skildi í Meðallandi, að vísu ekki vonum fyrr. Bæði voru þau aldurhnigin, Ingimundur nær hálf-áttræður og Ragnhildur um tveimur árum yngri (og árið áður missti Meðal- landið oddvita sinn, Einar Einarsson, góðan mann og gegnan). Ingimundur hafði í rúma 4 áratugi gegnt hreppstjórastörfum í sveit sinni og var auk þess sýslunefndarmaður, lengst af, og bréf- hirðingamaður. Gat hann sér yfirleitt góðan orðstír, enda mun hafa verið viðurkennt meðal æðri manna og lægri, að hann væri búinn þeim hæfileikujm, sem frekast mætti gera ráð fyrir af óskóla- gengnum manni, enda var hann lengi, meðan sýslumenn Skaftfell- inga sátu hér „milli Sanda“, settur sýslumaður í forföllum þeirra og það fram á efstu ár sín. Virtist ckki vandalaust að velja honum eftirmann, svo að ekki félli skuggi á embættið. Fyrir valinu varð Stefán sonur hans, fyrst settur og síðar skipaður. Og þótt hann muni varla hafa verið tal- inn jafnoki föður síns, má telja vafasamt, aið tök hafi verið á öðrum hæfari. Hann var maður allvel skrifandi, ámóta vel og þeir, sem hér skrifuðu bezt þá, og ólst þar að auki upp við þau störf, sem framundan voru. Kennslu naut hann engrar annarrar en þeirrar, sem faðir hans kann hafa veitt honum, en var bókhneigð- ur, a. m. k. á seinni árum. Hann tók við þessu starfi rúmlega þrítugur og hélt því svo áfram til æviloka, án þess að fá hjálp til þess, svo vitað væri. - Hreppstjórastarf í Leiðvaliarhreppi hefur einatt verið ærið umsvifasamt vegna skipsstrandanna, sem áður voru tíð. Mun hann hafa tekið á móti 10-11 ströndum þau rúm- lega 15 ár, súm hann gegndi starfinu, og reynt að hlúa að sjóhrakn- ingunum eftir megni. Hann tók og við bréfahirðingunni eftir föður sinn og var þar að auki hreppsnefndarmaður, en sýslunefndarstarf- ið kom á annarra herðar. Stefán tók við búskap að Rofabæ að foreldrum sínum látnum Godasteinn 15

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.