Goðasteinn - 01.09.1971, Page 26
barnaskóíans í Vík, vel gefinn og ágætur maður. Nikulás bróðir
hans var raffræðingur í Reykjavík og gegndi ábyrgðarstöðu hjá
Rafveitunni. Einar Einarsson var verzlunarmaður hjá Kaupfélagi
Skaftfellinga í Vík.
Öðlingurinn, Haraldur Einarsson frá Kerlingardal, er nýfallinn
í valinn eftir langt og dáðríkt starf. Aðeins einn þessara vormanna
20. aldar heldur enn velli, Einar Erlendsson verzlunarmaður hjá
Kf. Skaftfellinga, frændi Haralds.
Allt voru þetta dugmiklir menn, sem í engu vildu vamm sitt
vita, og „eftir lifir minning mæt, þótt maðurinn deyi.“
Gömul þjóðvísa
Bárður á Jdkli bíttu skarn,
böðullinn skal þig pína,
utan þú leggir aðra hönd
á þæfuna mína.
Ég skal gefa þér lamb úr stekk,
þegar þú sezt á brúðarbekk,
það skal vera svart og hvítt,
mórautt undir róunni
og tekið af tóunni.
Norður-ísafjarðarsýsla.
24
Goðasteinn