Goðasteinn - 01.09.1971, Side 27

Goðasteinn - 01.09.1971, Side 27
Þórður Tómasson: Skyggnzt um bekki í byggðasafni XX Um trog og troganot Ekki er ofsögum sagt af þeim aldahvörfum, sem gengið hafa yfir íslenzkt þjóðlíf á þessari öld. Hlutir, sem haldizt höfðu óbreytt- ir að gerð að ætla má allt frá landnámsöld á hverju búi hurfu nú allt í einu úr notkun, og í dag er svo til allt nýtt á sveitabænum. Mér datt þetta í hug einn daginn, þegar ég var að skoða að í trogasafni byggðasafnsins í Skógum, þar sem flest var með fornum brag, og næsta dag hitti ég aldraða konu, sem í æsku hafði rennt trogum að aldagömlum hætti. Ég var sá lánsmaður að hcfja söfnun gamalla búshluta, er ný- búið var að leggja marga þeirra til hliðar. Mér er það mjög minnisstætt, er ég kom fyrst til Þorgeirs og Þóru á Arnarhóli í Landeyjum og hitti á forláta góð trog og trégirtar byttur uppi á stofulofti, bcztu sýningareintök, sem nokkurt safn gat óskað sér. Sú byrjun var góð, og endinn ætlar ekki að verða lakari; það sannaði mér Gróa Sveinsdóttir húsfreyja í Selkoti í vor, er hún aíhenti mér trog ömmu sinnar, Gróu Arnoddsdóttur í Selkoti, rnæta vel merkt henni á botni. Trog áttu sér mörg hlutverk á bóndabýli liðinnar tíðar. Mjólk- urtrogin bar þar hæst, en önnur báru einnig nafn eftir starfi: sláturtrog, blóðtrog, méltrog, laugatrog, ámulningstrog, mykjutrog, taðtrog, öskutrog, og mætti víst fleiri telja. Minnstu trogin voru hundstrogið og kattartrogið, sem reyndar nefndust engu síður hundsdallur og kattardallur. Frá hinum síðastnefndu hef ég; undir Goðasteinn 25

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.