Goðasteinn - 01.09.1971, Síða 29
Eign Skógasafns í mjólkurtrogum er mikil og góð og þó ekki
meiri en svo að rétt myndi nægja stórbúi fyrri tíma. í þessari
trogaeign eru beztu fulltrúar mjólkurtroga, scm völ er á á landi hér.
Á annan gafl í trogi Laufeyjar Pálsdóttur á Fossi á Síðu
er ártal letrað stórum stöfum: 1821, og geri önnur trog betur. Neð-
an á mjólkurtrog frá Blómsturvöllum í Fljótshverfi cr ietrað
krossmark. Mjólkurtrog Þuríðar Pálsdóttur á Herjólfsstöðum í
Álftaveri á þá frægð að hafa lent í Kötlugosinu 1918. Það fannst í
jakahrönn eftir hlaupið.
Frá Arnarhóli í Landeyjum er trog Þorgerðar Brandsdóttur í
Gerðum með fangamarki hennar á botni: Th. B. Það er dmíðað
af manni hennar, Ólafi Einarssyni í Gerðum, nálægt miðri 19. öld,
ólíkt öðrum trogum að hlutföllum, nær réttur ferhyrningur. Ólafur
var frcmsti ílátasmiður Landeyinga á þeim tíma. Eftir hann á
bvggðasafnið einnig fjórar trégirtar mjólkurbyttur, og jafnoka
þeirra mun óvíða að finna á söfnum.
Eitt bezta mjólkurtrog Skógasafns er smíðað af Hjörleifi Vig-
fússyni á Syðstu-Grund undir Eyjafjöllum um 1830 í bú sr. Þor-
valds Böðvarssonar í Holti undir Eyjafjöllum og ber fangamark
hans á gafli, Th. Hjörleifur var orðlagður snillingur í öllum smíð-
um. Um trog Gróu í Selkoti hefur áður verið getið og merkingu
þess, og flciri merkt trog finnast í safninu.
Á seinni hiuta 19. aldar gerist það, að menn taka að bora gat
á trogsgafla til að auðvelda konum starfið við að renna trogi, en
aldrei varð það algengt. Þetta er runnið frá byttunum, sem allar
voru með gati til að renna um undanrennunni, en þær virðast
ko/mnar í notkun sums staðar um miðja 19. öld. Skógasafn á tvö
trog með götum á gafli. Annað þeirra (frá Lambhaga á Rangár-
völlum) er þesslegt að formi, að það mun gert til þess að renna
að gömlum hætti og gatið borað á síðar. Hitt trogið (frá Hlíð
undir Eyjafjöllum) er það breitt, miðað við lengd, að óþægilegt
hefur verið fyrir konu að renna því með gamla laginu, og því ætla
ég, að það sé gert til þess að renna með nýjum hætti.
Eitt trog Skógasafns á algera sérstöðu hvað stærð snertir. Það
er óvenju lítið og gat auðvitað hentað til þess að setja mjólk upp
í, þegar leið að því, að kýrnar hættu að draga ljóst. Þetta trog
Goðastehm
27