Goðasteinn - 01.09.1971, Síða 37
Goðasteinn
Lífs er björg á borði,
bæði vín og forði,
offrum þakkar orði,
allt gott þeim sem veitir
og sult í saðning breytir.
:/: Náðin hans, hans, hans :/:
náðin hans á meðferð manns
máttinn aldrei þreytir.
Eg í allra nafni,
einn í vina safni,
vart þó virðist jafni
valdra heiðurs manna,
óska segg og svanna,
: : þeim oss bauð, bauð, bauð, :/:
þcim oss bauð mcð sæmd og auð,
sælla lífdaganna.
Öllum brúðarbekki
byggjandi, hvört þekki
þau eða alveg ekki,
óska ég Drottinn sendi
hjálp frá náðar hendi
:/: ár og dag, dag, dag, :/:
ár og dag með heilla hag
cn hörmum frá þeim vendi.
Lífs nær líður stundin,
lögmáls skorðum bundin,
heim í fagnaðs fundinn
á fegins land þau leiði
og ástir yfir brciði
:/: eilífðar, ar, ar, :/:
eilífðar þeim ljúfust hvar
ljómar sól í heiði.
35
L