Goðasteinn - 01.09.1971, Blaðsíða 38
Þar af nægtum neyta,
sem náðin Guðs kann veita
og leskingar að leita
lífs af opnum brunni,
bið ég oss öllum unni,
:/: Herrann klár, klár, klár, :/:
Herrann klár um eilíf ár,
og so lýk ég munni.
Þctta brúðkaupsljóð er prentað eftir handriti í eigu Ólafs Ögmundssonar í
Hjálmholti í Flóa, sem virðist ritað um 1860. Undir það er ritað: G. Þormóðs-
son, scm mun vera tileinkunn til Guðmundar Þormóðssonar bónda í Ásum í
Gnúpverjahreppi, cn hann var afabróðir Ólafs í Hjálmholti, bróðir hins víð-
fræga snillir.gs, Ólafs eldra í Hjálmholti, en fjölmargir smíðisgripir hans eru enn
til á söfnum og í eigu einstakra manna. Guðmundur í Ásum var þrígiftur, og
var miðkona hans ekkja. Ekki er kunnugt um höfund ljóðsins. Goðasteinn þakk-
ar Ólafi í Hjálmholti þá velvild að láta ljóðið í té.
Leiðrétting við „Leikmannsþanka um Papýli”
Goðasteinn io. árg. i. hefti 197/.
Á bls. 39 stendur í 10. línu að neðan: . . Papýlisfjall, eins og
sumir höfðu það, á að vera: . . Papýlisfjall, (eða Papilíufjall, eins
og sumir höfðu það).
Á bls. 40, 16. línu að ofan, stendur: ,,á 16. öld“ . . og við bæt-
ist: og á 18. öld.“
Kvískerjum 25. okt. 1971
Sigurður Björnsson.
36
Goðasteinn