Goðasteinn - 01.09.1971, Síða 45
hafi bonum hlekkzt á í lendingu, en sennilega hefur honum slegið
allofc upp í útróðri. „Uppslátt" töldu mýrdælskir sjómenn frekar
töf en óhöpp og ýttu hið bráðasta á fiot aftur.
Friður var talinn mjög gott sjóskip, varði sig sérlega vel á rúm-
sjó og árléttur miðað við stærð, en frekar þótti hann erfiður í út-
róðri, hælfastur og flaut seint. Fyrstu árin, eftir að hann var
smíðaður, var hann notaður til Vestmannaeyjaferða, þá búinn
seglum og hafði þótt siglari góður.
Ekki cru til, svo vitað sé, neinar aflaskýrslur um Frið, en víst
cr, að mörgum þúsundum af fiski hefur hann verið búinn að skila
á land, því oftast mun hann hafa verið aflahæsta skipið í Reynis-
höfn. Eftir að Farsæll, sem síðar verður getið, var seldur til Víkur,
reri faðir minn á Frið. Átti hann hlutarskýrslur yfir nokkur fyrstu
árin, sðm hann reri á honum og þau ár hafði hluturinn verið frá
170 fiskar upp í nærri 700 fiska.
Ef fullskipað var á Frið, voru 17 menn á honum og mátti varla
færri vera, því allþungur var hann í meðförum á landi. Þegar full-
skipað var hásetum, var svo í rúm skipað: 2 á stafnþóftu, 2 á barka-
þóftu, 2 á andófsþóftu, 2 í fyrirrúmi, 2 miðskipa, 2 í austurrúmi,
2 á bitanum, 2 í miðskut og formaður í formannssæti. Væru ungi-
ingar með, sem bætt var ofan á fullan mannskap, voru þeir látnir
renna í ,,hnútu“ þ. e. milli andófs og barkaþóftu. Þegar svo bættust
við skipshlutir og formannshlutur, sést, að allmikill hefur heildar-
vcrtíðaraflinn verið, þegar hásetahlutur var farinn að skipta
hundruðum fiska.
Fáir munu þeir nú orðnir, sem geta sagt sérstakar sjóferða- eða
aflasögur af Frið. Þó er það enn í minnum eldri manna, þegar
dagshlutur á honum varð 140 fiskar, sem mun hafa verið á vertíð-
inni 1896, enda gekk sá dagur lengi undir nafninu „afladagurinn
mikli“, og oft minntust þeir, er þann dag reru í Mýrdal, á þann
mikla afla, er þeir hittust á efri árum og rifjuðu upp atburði frá
li.ðinni ævi.
Frá minni hálfu verða þessar línur að nægja um happa- og afla-
skipið Frið, en það tel ég ætíð vera eitt af hinum dýrmætu höpp-
um, sem ég hef hlotið í reynslu lífsins, að róa tvær fyrstu vertíðir
mínar hjá nafna mínum á Frið og fá þar með nokkur kynni af
Goðasteinn
43