Goðasteinn - 01.09.1971, Blaðsíða 47

Goðasteinn - 01.09.1971, Blaðsíða 47
Þetta er í stórum dráttum saga þessara aflasælu skipa, er fyrir stærð og fríðleik á sjó settu mestan svip á þann hóp skipa, sem haldið var út á vetrarvertíðum úr verstöðvunum Dyrhólahöfn, Reynishöfn og Vík tvo síðustu áratugi 19. aldar. Samtíða þeim í Reynishöfn voru áttæringarnir Víkingur og Svan- ur, sem báðir voru nokkru minni, auk þess a.m.k. einn sexæringur. Víkingi mun ekki hafa verið haldið út úr Reynishöfn, nema fá ár, því Jón Þorsteinsson, sem formaður var á honum, flutti hann með sér til Víkur, þegar hann hætti búskap i Reynisdal, en það mun hafa vcrið nálægt tíunda tug 19. aldar. Svanur gekk iengst þessara görnlu skipa úr Reynishöfn eða allt fram undir 1950 og var síðasta skip, sem þar var haidið úti. Ekki mun að þessu sinni sögð saga hans. Verðskuldaði hann þó góð eftirmæli. Þar sem getið hefur verið Hjalta Einarssonar á Suður-Götum og formcnnsku hans, virðist mér hæfilegur eftirmáli saga af Hjalta, er gekk hér manna á miili meðal cldra fólks fyrstu áratugi þessarar aldar en mun nú að gleymast, og e.kki hef ég séð hana á bókum. Eitt sinn í formannstíð Hjalta voru ógæftir miklar fram eft'ir vertíðinni en matarlítið orðið á mörgum heimilum. Svo var það, er komið var að sumarmálum, að gekk til norðanáttar og gaf á sjó. Fékk þá Hjalti um það 20 fiska hlut. Hann gaf fátækum all- an hlut sinn nema tvo fiska, sem hann kom mcð heim. Þegar Tala Runólfsdóttir kona hans fréttir þetta tiltæki bónda síns, bað hún guð að hjálpa sér, því mjög var farið að ganga á matföng búsins og væri Hjalta það kunnugt. „Ekki skalt þú æðr- ast yfir því, heiilin mín“ svaraði Hjalti, „gamli guð er nógu ríkur til að bæta mér það á morgun". Varð það orð og að sönnu, því da ginn eftir fékk Hjalti 40 fiska hlut og góðan afla næstu daga. Ekki get ég tekið ábyrgð á sannleiksgildi þessarar sögu, en hvort sem hún er sönn eða eigi, þá sýnir hún vel hvern hug samtíðarfólk Hjalta bar til hans og hvern þátt sjávaraflinn átti í matbjörg Mýr- dælinga í þá daga. Skrifað á útmánuðum 1971. E. H. E. Goðasteinn 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.