Goðasteinn - 01.09.1971, Page 48
Guðrún Snjólfsdóttir
Frá fyrri tímum
HELLAN
Á Hofi í Öræfum bjó á síðustu öld maður að nafni Þorlákur
Jónsson. Hann var fátækur, sem algengt var á þeim tíma. Hagleiks-
maður var hann talinn, sem þessi vísa úr sveitabrag Öræfinga
bendir til:
Stakur lista snillingur,
sniðugur með lofi,
það er Jónsson Þorlákur,
þar næstur á Hofi.
f þá daga var erfitt um efni til húsagerðar, leið löng í kaupstað
með mörgum torfærum, jökli og ströngum og djúpum jökulám, og
svo var fátæktin kannske mesta ástæðan.
Þorlákur þurfti að reisa hús á býli sínu. Hann kunni vel til þess
verks sem annarra, en samt var hann í vanda staddur með bygg-
ingarefnið, ekkert járn á þak og lítið timbur. Þá tíðkuðust þök
scm voru hellulögð, en vandvirkir menn voru vandlátir á þykkt
og lögun hellunnar. Þorlákur leitar nú fyrir sér en finnur enga
46
Goðasternn