Goðasteinn - 01.09.1971, Page 48

Goðasteinn - 01.09.1971, Page 48
Guðrún Snjólfsdóttir Frá fyrri tímum HELLAN Á Hofi í Öræfum bjó á síðustu öld maður að nafni Þorlákur Jónsson. Hann var fátækur, sem algengt var á þeim tíma. Hagleiks- maður var hann talinn, sem þessi vísa úr sveitabrag Öræfinga bendir til: Stakur lista snillingur, sniðugur með lofi, það er Jónsson Þorlákur, þar næstur á Hofi. f þá daga var erfitt um efni til húsagerðar, leið löng í kaupstað með mörgum torfærum, jökli og ströngum og djúpum jökulám, og svo var fátæktin kannske mesta ástæðan. Þorlákur þurfti að reisa hús á býli sínu. Hann kunni vel til þess verks sem annarra, en samt var hann í vanda staddur með bygg- ingarefnið, ekkert járn á þak og lítið timbur. Þá tíðkuðust þök scm voru hellulögð, en vandvirkir menn voru vandlátir á þykkt og lögun hellunnar. Þorlákur leitar nú fyrir sér en finnur enga 46 Goðasternn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.