Goðasteinn - 01.09.1971, Qupperneq 51

Goðasteinn - 01.09.1971, Qupperneq 51
ömurleg hljóð heyrðust í gluggum og gættum. Ekki varð fólki svefnsamt, en heitar bænir í hljóði færðu þó aðeins ró. Þá dagur rann, var veðrið ennþá verra, og þar með slokknuðu vonirnar um björgun þessara manna. Dagar og nætur liðu svo ekkert spurðist til bátsins, og töldu allir, að hann hefði farizt. Gdmul kona, sem ég þekkti, átti bróður á bátnum. Hún átti heima í þriðju sveit frá Lóni. Búið var að tilkynna henni um afdrif bátsins. Allir voru harmi lostnir á þeim bæjum, sem mennirnir voru frá, í þeirri vissu, að báturinn hefði farizt og allir drukknað. Hreppstjórinn í Lóni, Jón Jónsson í Byggðarholti, var giftur systur Ólafs Gíslasonar. Unglingspiltur honum kær var á bátnum auk nábúa hans og vina. Hinum roskna hrcppstjóra fór sem Agli Skallagrímssyni, hann var harmþrunginn mjög og lítt á ferli. Dótt- ur átti hann, sem Þrúður hét. Hún komur til föður síns, reynir að hughreysta hann og telur möguleika á, að mennirnir séu enn á lífi. Hann biður hana að minnast ekki á slíkt, þeir séu allir farnir. „Trú þú mér, faðir minn,“ segir Þrúður, ,,ég er þess fullviss, að þeir eru allir á lífi. Sé ég þá alla, og er einn með hlut í hendi sér.“ Hún nefnir nafn mannsins og lýsir honum, „og skaltu nú, faðir minn, reyna að hressast og trúa því, er ég sé, því það er svo greinilegt hjá mér.“ Oftar hafði hún séð dulsýnir. 1 þá daga var farið dult með þessháttar. Samt vildi Jón hreppstjóri, að hafin yrði leit ef veður batnaði, og á fjórða degi er Jón Guðmundsson bóndi í Bæ, síðar í Vík, kominn suður að Volaseli til að hefja leit með fleirum. Þá hafði veður snúizt til norðaustanbyls svo ekkert var hægt að leita. Nú er að segja frá þeim, er í hrakninga ientu. Ólafur var mjög þaulsætinn á sjó og leit ekki eftir veðri né sjó, og í þetta sinn lagði hann ekki af stað til lands, fyrr en veðurofsinn var skollinn á, en þá sóttist ekki, hvernig sem ræðarar tóku á öllum kröftum sínum. Hrakti nú bátinn undan sjó og vindi, unz þeir með herkjum náðu í Vigur, eyju, sem iiggur út af Lónsveit og prestssetrið Stafafell á. Allir frá ríkisheimilinu Volaseli voru matarlausir, hinir snauðari höfðu aðeins lítinn flatbrauðsbita í vösum sínum, sem þeir ætluðu sjálfir að njóta, en Bjarni Jónsson í Hraunkoti bað þá að miðla öllum og var svo gert. Ekki hefur það verið mikil næring fyrir svo Goðasteinn 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.