Goðasteinn - 01.09.1971, Side 54

Goðasteinn - 01.09.1971, Side 54
Sigþór Sigurðsso/i, Litla-Hvamtni: Manntapinn við Dyrhólaey 1871 Eins og annálar og sagnir hcrma, hefur seinni hluti 19. aldar oft verið harður og einjárningskenndur. Kom þetta hart niður bæði á mönnum og málleysingjum, þar sem allur aðbúnaður var mjög tak- markaður sökum ríkjandi fátæktar svo sem ótal dæmi sanna. Koma harðindin þó verst við, þar sem þcttbýlt var og fólks- fjöldi mikill. Á ég hér sérstaklega við sveitir landsins, en þær höfðu þá þorra íslendinga á sínu framfæri. Þá voru einstöku sveit- ir, er voru mjög setnar fólki, og skapaðist það einkum ef viðkom- andi sveit eða hreppur hafði upp á einhver hlunnindi að bjóða og þá helzt matarkyns. Nú ef þau hins vegar urðu ekki nýtt eða brugð.ust af öðrum ástæðum, þá var alltaf vá fyrir dyrum, svo takmarkaður var landbúnaður þessara mannmörgu staða yfirleitt. f þessari grein skal leitast við að skýra frá atburðum, er skeðu fyrir 100 árum við Dyrhólaey og einnig lýsa nokkuð högum fólks á þeim tíma. Gamall málsháttur segir: „Allir eru bændur tii jóla“. Ég geri ráð fyrir, að þessi orðskviður hafi átt við landsmenn í heild, en svo mikið er víst, að hér í Mýrdal var hann rétt lýsing á afkomu fólks. Við þurfum ekki að fara lengra aftur í tímann en til aldamóta, þá var almcnnt sagt hér, að ef ekki fiskaðist „við sand“ á vetrar- vertíð, væri hungur þegar út á liði. 52 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.