Goðasteinn - 01.09.1971, Page 55

Goðasteinn - 01.09.1971, Page 55
Skip í nausti við Dyrhólaey, stœrra skipið er Svanur, sem um getur í greininni. Á árunum fyrir 1870 eru harðindi og víða aflabrestur fyrir Suð- urlandi, sem hefur sums staðar gengið mjög nærri öllu lífi og má telja til algjörra hallæra. Hér í V-Skaftafellssýslu er ástandið verst í Leiðvallar- og Dyr- hólahreppum, en þessir hreppar eru báðir fjölmennir um þetta leyti, og býr margt fólk við lítið jarðnæði eða sem algjörir tómthúsmenn. Það er, án þess að hafa nokkur jarðarafnot. Þá er einnig algengt, að hjón búi í húsmennsku hjá öðrum með fjölskyldu sína eða minnsta kosti eitthvað af henni ef um barnmargt fólk er að ræða. Hreppar þessir höfðu þó hvor um sig upp á allmikil hlunnindi að bjóða oftast nær. I þeim fyrrnefnda voru rekasælar fjörur, er gáfu margan máls- verðinn, einnig trjávið til húsagerðar og eldiviðar, mörg vötn og ósa, er þóttu veiðisæh 1 Dyrhólahrepp var töluverð veiði í vötnum, nokkur eggja- og iuglatekja, er átti þó eftir að stóraukast, en einkum var það sjór- inn sem treyst var á, þó stopull væri sökum hafnleysis hér. I þá daga er hér litið á sjósókn sem vissa atvinnugrein. Komu Goðasteinn 53

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.