Goðasteinn - 01.09.1971, Page 61

Goðasteinn - 01.09.1971, Page 61
um flötum. Var honum síðan bjargað úr flæðinu eftir eitthvert volk. Drógst nú Sumarliði alveg úr höndum þeirra, er í landi voru, þó margar hendur væru til að halda í böndin, en ekkert megnaði gegn brimi og straum. Barst nú skipið í brimgarðinum vestur með sand- inum mcð 4 menn innanborðs, víst um 600 faðma leið, eftir því sem segir í annál Markúsar Loftssonar, Hjörleifshöfða. Horfði það alltaf út og inn, hvernig sem sjóirnir stóðu í því í minnsta kosti tvo klukkutíma. Fylgdu menn skipinu eftir í sand- inum, þar til því hvolfdi. Rak það tveim dögum síðar á Miðskála- fjöru undir Eyjafjöllum, eftir dagbók Einars Sighvatssonar á Yzta- Skála að dæma. Af Sumarliða drukknuðu 16 menn, en 3 komust af. Þegar þetta a!it er skeð, er eitt skipið enn úti á sjó og á eftir töluverða leið að lendingarstað. Er það Dyrhólingur, minnsta skipið, 6 róið. Mun hann hafa verið heldur illa lagaður til gangs og erfiður. Þegar þeir skipverjar höfðu barið að Dyrhólahöfn og þeim var ljóst, hvað hafði gerzt, fannst þeim að vonum ekki fýsi- legt að leita lands. Leggja þeir því frá og róta út að Mávadrang og leggjast þar. Eflaust hefur þeim komið til hugar að komast til Vestmanna- eyja, en útlit til þess hefur samt ekki verið líklegt, komin þung undiralda úr hafi og líkur fyrir, að átt gangi til vesturs, sem og raun varð á. Liggja þeir síðan allt framundir sólarlag, telja þá einhverjir skipverjar sig sjá veifu í Dyrhólahöfn sem merki um, að sjór væri orðinn það góður að tiltök væri að lenda. Einnig mun þeim hafa komið saman um, að aldan hefði heldur smækkað úti, og í trú á þetta er haldið til lands. I sandi eru báðir formenn af skipunum, er lent voru, og auk þeirra sjö menn aðrir. Hefur það eflaust hvatt skipshöfn Dyrhól- ings að vita af slíkum styrk. Taka þeir nú landróður á Dyrhóling, og lítur út fyrir gott lag, eftir því sem um var að gera, en í því að skipið tekur niðri, rís upp hnykill, er dró skipið flatt upp í sig og hvolfdi því. Bandamaðurinn, Jón Arnoddarson bóndi á Rauð- hálsi, snarast út með kollubandið um leið og skipinu hvolfdi; var hann tröll að vexti og afrenndur að afli, en sami leikurinn og áður Goðasteinn 59

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.