Goðasteinn - 01.09.1971, Síða 63
11. Ólafur Jónsson, bóndi, Brekkum.
12. Mensaldcr Bárðarson, bóndi, Neðra-Dal.
13. Jakob Þorsteinsson, yngispiltur, Fjósum.
14. Ólafur Jónsson, bóndi, Fjósum.
15. Hákon Einarsson, bóndi, Hvammi.
16. Árni Jónsson, bóndi, Skammadalshól.
17. Eyjóifur Árnason, vinnumaður, Hólmi, Landbroti.
18. Árni Þorleifsson, vinnumaður, Hryggjum, Álftaveri.
19. Jón Jónsson, yngispiltur, Kárhólmum.
20. Ingimundur Sveinsson, bóndi, Staðarholti.
21. Jón Bjarnason, bóndi, Tungu.
22. Eyjólfur Jónsson, bóndi, Grímsstöðum.
23. Gísli Bjarnason, vinnumaður, Kirkjubæjarklaustri.
24. Steinn Sigurðsson, vinnupiltur, Neðra-Dal.
25. Salómon Einarsson, bóndi, Stóra-Dal.
2Ó.Jón Sigurðsson, bóndi, Holti, Álftaveri.
Þann 26. sama mánaðar eru jarðsett 13 lík í Dyrhólakirkjugarði
og 4 tveim dögum síðar. Segir séra Gísli Thorarensen á Felli svo,
að hann hafi aldrei á sinni ævi staðið yfir jafn sorglegu embættis-
verki cða heyrt slík kvein og harmkvæli, sem þá voru í Dyrhóla-
kirkjugarði. Síðan eru 3 lík jarðsett í Dyrhólakirkjugarði 13. apríl,
og að síðustu 5 lík, flest óþekkjanleg, að Reyni í byrjun vetrar
Nær allir þessir menn voru á bezta aldri, og má nærri geta hví-
lík blóðtaka þetta hefur verið fyrir þessar ilia stæðu sveitir, er
misst höfðu heilan hóp af hcimilisfeðrum og fyrirvinnum heimila.
I Dyrhólahreppi voru eftir þann dag 12 ekkjur með 28 börn og
í Leiðvallarhreppi 5 ekkjur með 26 börn og þar með taldar þær,
sem misstu heimilisfeður sína 28. febr. Er að sjá, að á þeim bæjum
í Meðallandi hafi alls staðar verið mikil ómegð og börnin flest
innan fermingaraldurs.
Var nú aðkomumönnum komið fyrir á þeim heimilum, sem misst
höfðu heimilisfeður og jafnvel vinnumenn frá sama bæ. Fór t. d.
áðurnefndur Runólfur, er var vertíðarmaður á Skeiðflöt, að Dyr-
hólum á heimili Friðriks skipsfélaga síns, er fórst af Sumarliða.
Runólfur var alla tíð frekar fátalaður um þennan atburð sem fleiri.
Ekki varð Runólfi meint af sjóvolkinu, var hann feiknar snyrti-
Goðasteinn
61