Goðasteinn - 01.09.1971, Síða 71

Goðasteinn - 01.09.1971, Síða 71
Nokkuð var af farþegum, t. d. voru 40 danskir stúdentar, var það söngflokkur. Voru þeir að taka kvikmyndir af flokknum á skipinu, þá mjög dúðaðir með jólasveinaskegg, klæddir ábreiðum, en ég tók það sem svo, að þeir vildu sýna kuldann á Islandi. Einn japani var með, hafði ég ekki séð áður svo gult skinn og skásett augu. Sjólag var gott um daginn og komið til Seyðisfjarð- ar seint um kvöldið. Ég frétti þá hjá kunningjafólki, að Grasa- Þórunn væri komin til sonar síns í Brúnavík við Borgarfjörð. Nú var ég kominn heldur í strand, en úr því rættist með því, að um nóttina kom Esja á vesturleið. Með henni tók ég far til Borgarfjarðar. Ég átti frænda og skólabróðir í Höfn, fornu stórbýli út með firðinum. Þangað hélt ég um kvöldið og hlaut þar afbragðs viðtökur. Fagurt er í Höfn, varphólmi örskammt frá landi. Þar sátu „prófastar“ á snösum og margs konar fuglar flögruðu um land og sæ. 1 fjallakiasanum í suðvestri eru Dyrfjöll með sínar sérkennilegu hlíðar. Ég fékk loforð um aðsetur í Höfn, þá búið væri að nálgast Þórunni, en yfir fjallshrygg var að fara í Brúna- vík. Þangað var farið daginn eftir. Unglingsstúlka, sonardóttir Þórunnar, réð ferðinni, voru henni allar götur kunnar til Brúna- víkur, en það er vík næst austan við Borgarfjörð. Fremur mun þar vera kuldalegt á vetrum, er norðanáttin fer hamförum, en áður fyrr var útræði í víkinni, nú bjó þar Sigurður sonur Þórunnar með konu sinni, Lukku. Gamla Þórunn var hress en háöldruð, áhuginn og fjörið sindraði af henni. Hún fór með okkur til baka til Hafn- ar: „Til að brenna manninn", eins og hún sagði í Brúnavík. Að sjálfsögðu vorum við á hestum yfir fjallið. Daginn eftir hitar Þórunn hráolíuna. Upp úr henni vatt hún prjónastykki og lagði það á bakið. Slæm var líðanin næstu 6 klukkustundirnar, en þegar að var gáð, hafði olían dregið svo út, að stórar blöðrur voru komnar, fullar af slæmum vessum. Sú aldraða klippti í blöðrurnar og hleypti út, „því með illu skal illt út drífa“. En nú kom hún með sín góðu grasasmyrsli, er hún bjó til úr 1/3 vallhumli, skógarlaufi og smára er hún sauð í nýju, ósöltu smjöri, soðið svo lengi, þar til grösin fljóta ofaná sem hismi. Smyrslin drógu úr verkjum og sárindum af brunanum, og fljótt fóru sárin að gróa. Goðasteinn 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.