Goðasteinn - 01.09.1971, Side 72
Eftir 2 daga var ég orðinn rólfær cn stirður nokkuð. Þórunn
sagði mér margt úr ævisögu sinn, en hún var margfróð frá langri
ævi. Sagði hún vel frá og frásagnargleðin mikil. Fljótlega fór hún
til Brúnavíkur, og kvöddumst við með kærleikum.
Mér leið ágætlega í Höfn, var þar í 3 vikur, þar til Goðafoss
kom á leið vestur um. Þegar bruninn var nær því gróinn, komu
kýli i' útjöðrunum, voru þau vegna þess, að nokkuð hefur dregizt
á leið af hinum slæmu vessum. Við þcssu kunni Hafnarhúsfreyjan
ráð. Hún tók fíflablöðkur, lagði neðra borðið á kýlin, þetta dró
út, en til að græða, sneri hún blaðinu á hinn veginn. Þetta gekk
ágætlega.
Tvisvar fór ég á handfæri með Hafnarpiltum. Veiddum við mjög
vel, enda var fjörðurinn fullur af fiski. 1 annað skiptið lentum við
í blindþoku en varð þó ekki hafvilla.
Eftir þrjár vikur kom Goðafoss. Þá kvaddi ég Hafnarfólk.
Hafði ég átt hjá því góða vist. Á leiðinn vestur með ströndinni
á Goðafossi, mátti sjá skip mjög víða að veiðum, því bæði var
síld og þorskur þá til í sjónum. Til Húsavíkur var komið snemma
morguns. Lítið var þá um ferðir fram í sveitir, því lagði ég land
undir fót og fór mest gangandi heim og komst það, 60-70 kpm,
um kvöldið og taldi mig hafa gert góða ferð. Brjósthimnubólgan
hefur ekki plágað mig síðan.
70
Goðasteinn