Goðasteinn - 01.09.1971, Page 73

Goðasteinn - 01.09.1971, Page 73
Hjónin á Brúnum Ljóð frá liðnum árum Sigurður Vigfússon og Björg Jónsdóttir d Brúnum Iðkun ljóðlistar mun á undanhaldi á íslandi, aldarhættir gefa mönnum annað um að hugsa. Ljóðlistin átti sitt öndvegi á mörgum sveitaheímilum liðins tíma, þar sem bóndinn, húsfreyjan, börn þeirra og heimilisfólk lagði saman í ljóðasmíði. Hér verða birt dæmi um ljóðagerð hjónanna á Brúnum undir Eyjafjöllum, Sigurð- ar Vigfússonar og Bjargar Jónsdóttur. Bæði eru þau lesendum Goðasteins að góðu kunn. Ljóð þeirra hafa áður birzt í ritinu, og Sigurði hafa verið gerð þar góð skii í greinum (Goðasteinn 2. h. 1970, bls. 38-46 o. v.). Sigurður er fæddur 1887 og dó 1936, harm- dauði öllum, er hann þekktu. Björg Jónsdóttir frá Hallgeirsey, kona hans, er fædd 1896. Seinni maður hennar var Sigmundur Þor- gilsson skólastjóri á Ásólfsskála. Oss er hún jafnkunn og jafnkær sem Björg frá Ásólfsskála. Nú býr hún að Hellu í Rangárþingi með fjölskyldu sinni. Goðasteinn vill að þessu sinni kynna saman nokk- ur ljóð Brúnahjóna, sem enn eru mörg eða fiest óprentuð. Goðasteinn 71

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.