Goðasteinn - 01.09.1971, Page 77
VORSONGUR
Lag eftir Kuhlau.
Vísa þessi er tileinkuð konu minni.
Vorsól skær í heiði hlær,
hverfur snær og jörðin grær.
Leika lömb í haga
langa, fagra daga.
Hlýr og tær er himins blær.
:/: Vorsól skær í heiði hlær. :/:
Sumar, sumar færist nær og nær.
HEILSULINDIR
Tileinkað íþróttasambandi fslands.
Hellir sunna hollum yfir
höf og löndin geislastöfum.
Fjöllin laða, faðminn breiða,
fullan dýru heilsugulli.
Ægir tiginn, áin fögur
íþrótt góða mönnum bjóða.
Frosti haslar fólki hraustu
fönn og svell að leikja velli.
ísland seiðir oss og laðar,
eggjar og hvetur: Keppum betur!
Traust vort eflum, táp og hreysti,
teygum lífsins heilsuveigar.
Djarfir leikir drengskap auki.
Deilur víki, samúð ríki.
Lífið er bezti leikur hraustum
lýð, og sigur vinnst um síðir.
17.-18. ág. 1928.
Goðasteinn
75