Goðasteinn - 01.09.1971, Page 78
SÁLMUR
Þú faðir Krists og faðir minn,
sem fylltir heim af vonum,
kenn mér að virða vilja þinn
og vinna samkvæmt honum.
Öll sæla felst í þeirri þrá
með þér að lifa og starfa
og loks við ævilok að sjá
að líf manns var til þarfa.
Ég glata margri góðri stund,
sem gafst þú mér, til synda,
en mörgum blæðir opin und
og aðra fjötrar binda.
Gef þú mér styrka, mjúka mund,
er meinsemd einhvers bæti,
og bjarta, hlýja bróðurlund
og bros, er hrygga kæti.
Ég þakka hverja þegna gjöf,
en þó er bezt af öllum
sú vissa, að dul og dökkbrýn gröf
sé dyr að ljóssins höllum.
Ég hræðist ei ið hinzta skeið,
mig himin þinn lát finna,
og þar er eilíf þroskaleið
og þrotlaust starf að vinna.
1916
BÖRN Á BERJAMÓ
Á berjamó, á berjamó / að tína.
Og gaman, gaman, hæ og hó!
Nú hlaupum við á berjamó
að tína, að tína.
76
Goðasteinn