Goðasteinn - 01.09.1971, Page 79

Goðasteinn - 01.09.1971, Page 79
Hve gaman er að borða ber / og tína. Og fjörugt barn það fráleitt er, sem fýsir ekki að tína ber - að tína, að tína. Og hér er spói og heiðarló / að tína og hrafn á steini krunkar kró, þó komi fleiri er hér nóg að tína, að tína. Björg Jónsdóttir: HAUST Sumarið ljúfa léttum skrefum þokar, lokið er samfylgd blíðra sólskinsdaga. Blómið á engi bikar sínum lokar, brosir ei lengur fífillinn í haga. Lög eru sett um ljósa og myrka daga. Blaði er flett og byrjuð önnur saga. Laufvindar hlýir, létt er ykkar göngu, lóurnar mínar flognar yfir sæinn, blöðin á greinum bliknuð fyrir löngu, bráðum er lindin horfin undir snæinn. I hamrinum á kveldin hulduraddir tala. Vermist þjóð við eldinn, sem vakir inn til dala. SIGGUSTEINN 1 brekkunni fögru við bjartan straum er blágrýtissteinn og hlustar hljóður og einn á hyldjúpan straum. Goðasteinn 77

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.