Goðasteinn - 01.09.1971, Side 82

Goðasteinn - 01.09.1971, Side 82
KVEÐIÐ VIÐ ÖMMUDRENG Sól er yfir sundum, svífur már á bárum, lauf í grænum lundum lauguð daggar tárum. Léttist lýðum sporið, ljóst er í huga mínum, en bjartast brosir vorið í bláum augum þínum. TIL RAGNHEIÐAR 1 barnsaugum þínum brosir og skín birta jólanna inn til mín, blíðlega hljómar þitt bernskumái, bergmál það vekur í hverri sál. Guðs engill fagur gæti þín, góða, indæla stúlkan mín. STAKA Glöðum stráir gullin mund geislum sólar hröðum. Glettin bára gárar sund, glymur í árablöðum. SUNGIÐ í SVEFN Brátt er búin vaka, blunda, vinur minn. Sízt mun drenginn saka, ég signi kollinn þinn. Góðar verur gæta þín og ganga um hljótt. Silkimjúkt er sængurlín, og sofðu nú rótt.

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.