Goðasteinn - 01.09.1971, Side 86
drengur, sem var hjá okkur. Ég tók mér bók í hönd og fór að
lesa upphátt íslendingasögu. Baðstofan var tvö stafgólf, þiljuð með
panel, ris, veggir og gaflar. Gólfið var úr timbri, rúmin lausarúm.
Olíulampi hékk f vírkrók niður úr risi baðstofunnar. Margrét sat
á rúminu vestan við suðurgluggann, en ég sat á rúminu austan
við gluggann, og drengurinn sat hjá mér.
Ég las, eins og fyrr segir, Margrét spann á rokk en hættir að
spinna og segir: „Hvað er að koma fyrir lampann?" Þá er lamp-
inn kominn á fleygiferð aftur og fram og til hliðar en ekkert
dofnaði ljósið, og áfram hélt lampinn ferli sínum. Ég kenndi um
þungu lofti og opnaði baðstofudyrnar en það var sama. Ég stöðv-
aði lampann, en það dugði ekki, hann fór af stað aftur en heldur
hægar. Þetta mun hafa varað um io mínútur.
Fyrir hádegi daginn eftir kom góðvinur minn, Þorsteinn Ingvars-
son í Hvammi, góður karl og smáskrýtinn og hafði það til á
kvöldvökum heima að standa upp af rúmi sínu og labba að olíu-
lampanum og virða fyrir sér ljósið frá öllum hliðum; það gat tekið
langan tíma stundum.
Það þótti mér undarlegt, hvað krafturinn var mikill í lampan-
um að róla sér, ýmist hægt eða hart. Logn og blíða var úti og var
því ekki um trekk að ræða, enda hefði þá orðið vart við þetta
oftar. Við álitum hér um aðsókn að ræða frá Steina gamla.
III
Boðuð gestakoma
Það bar til árið 1918 í byrjun jólaföstu í Skarðseli um fótaferða-
tíma, er við ætluðum að fara að klæðast, að barin voru harkalega
þrjú högg í stafngluggann. Við vorum öll, sem í baðstofunni vor-
um, vöknuð og heyrðum þetta öll samtímis. Ég þaut út á hlað til
að taka á móti gestinum, en hann sást hvergi og ekki spor eftir
hann. Nú bjuggumst við ugglauslega við því, að gest bæri að garði
bráðlega, en enginn kom allan daginn fyrr en klukkan 9 um kvöld-
ið, þá eru lamin þrjú högg í rúðuna, nákvæmlega eins og um
morguninn. Og var nú kominn Halldór bróðir minn frá Hvammi
á Landi, sem gisti hjá okkur um nóttina.
84
Goðasteinn