Goðasteinn - 01.09.1971, Síða 89
skjólshúsi yfir þau mæðgin, Hjörleifi gott uppeldi, þar til hann
var uppkdminn maður.
Hjörleifur kenndi grasalækningar Þórunni Sigurðardóttur frá
Steig í Mýrdal, móður Þórunnar Gísladóttur grasalæknis. Þórunn
eldri safnaði lækningagrösum með Hjörleifi í Steigarhálsi, en þar
kvað Hjörleifur mest fjölgresi, er hann hcfði fyrir fundið á ferð-
um sínum.
Þ. T.
Hann er stífur núna lagsm.
Albert í Káragerði í Landeyjum dvaldi stundum nokkra daga
að vetri til á heimili fósturforeldra minna, Lækjarhvammi (Norð-
urhjáleigu), og bar þá ýmislegt skemmtilegt á góma hjá þeim
gömlu mönnunum, Guðlaugi Sigurðssyni og honum. Var Albert
fróður nokkuð og forn í hugsun og komst oft allvel að orði. Einu
sinni ræddu þeir um illviðri, sem þeir lentu í á sjó, að mig minnir
frá Þorlákshöfn. Ekki voru þeir á sama skipi, og skip það, sem
Guðlaugur var á, náði landi áfallalítið eftir stuttan hrakning. Skip
Alberts hrakti alla nóttina og lá stöðugt undir stóráföllum. Guð-
laugur innti hann eftir, hvort menn hefðu ekki verið nær þrothm
að þreki og kjarki. ,,Ó-jú, karl minn. Þeir voru að biðja þennan
Jesú að hjálpa sér, en þá sagði ég við Drottin minn: Hann er
stífur núna, lasm.“ Ó-jú og lagsm voru orðatiltæki, sem Albert
greip oft til.
Handrit Sigurðar Brynjólfssonar í Keflavík.
Goðasteinn
87